Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 16:30 Shaktar Donetsk krefur FIFA um skaðabætur. Milos Bicanski/Getty Images Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins. Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Forráðamenn Shaktar Donetsk hafa leitað til alþjóðlega íþróttadómstólsins CAS, en framkvæmdarstjóri félagsins, Sergei Palkin, segir að félagið hafi ekki átt annarra kosta völ. „Við urðum að gera þetta vegna ósanngjarnrar ákvörðunnar FIFA,“ sagði Palkin í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ákvörðunin þýðir að við munum halda áfram að tapa umtalsverðum fjármunum vegna samninga sem við bjuggumst við að klára. Við viljum einnig benda á það að miðað við stöðuna sem úkraínsk lið þurfa að eiga við varðandi stríðið, þá hefur FIFA ekki sýnt þessum liðum nógu mikla virðingu.“ „FIFA hefur ekki reynt að finna leiðir til að vernda þessi félög, né hefur sambandið reynt að ræða við okkur til að finna lausn. Þeir virðast hafa reynt að hundsa það slæma ástand sem blasir við úkraínskum félögum síðan stríðið hófst. In June FIFA ruled that players could suspend their contracts following the Russian invasion of Ukraine. 📃 The club have appealed to the Court of Arbitration for Sport regarding the financial damages it suffered 🏛️More ⤵️#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 18, 2022 Í bréfi sem Pelkin sendi CAS kemur fram að félagið telji sig hafa misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá liðinu. Þar kemur einnig fram að félagið telji sig hafa getað fengið um það bil 50 milljónir evra, eða tæpa sjö milljarða króna, fyrir leikmennina. „Vegna ákvörðunnar FIFA hefur FC Shaktar misst af tækifærinu að selja fjóra leikmenn frá félaginu fyrir um það bil 50 milljónir evra. Fjórir erlendir leikmenn drógu sig strax úr frekari viðræðum við félagið varðandi möguleg félagsskipti þeirra,“ segir í bréfinu. „Umboðsmenn leikmannanna ráðlögðu þeim að draga sig úr viðræðunum til að geta yfirgefið félagið án þess að við fengjum greitt fyrir það. Það myndi þá gefa þeim tækifæri til að tryggja sér betri samninga við önnur félög.“ Ákvörðun FIFA um að leikmenn og þjálfarar gætu sagt upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk félög var tekin þann 21. júní og gildir til loka júní á næsta ári. Shaktar Donetsk var með 14 erlenda leikmenn í liði sínu og félagið ætlaði sér að selja einhverja þeirra til að afla fjár vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sökum stríðsins.
Fótbolti FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira