Telur söluna á Mílu jákvæða fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2022 13:36 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu eru í uppnámi, en félagið er ekki reiðubúið að ljúka viðskiptum sínum við Símann, eiganda Mílu, vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri Símans segir helstu áhyggjur eftirlitsins snúa að viðskiptasambandi Símans og Mílu eftir söluna. Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri. Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri.
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51
SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59