Fjórtán létust í þyrluslysi þegar eiturlyfjabarón var handtekinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 15:14 Handtaka Rafael Caro Quintero reyndist dýrkeypt fyrir mexíkóska sjóherinn. AP/Guillermo Juarez Fjórtán hermenn mexíkóska sjóhersins létust þegar þyrla hrapaði til jarðar í kjölfar handtöku á eiturlyfjabaróninum Rafael Caro Quintero á föstudag. Hinn alræmdi Quintero hefur verið á lista FBI yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims síðan 2018. Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar. Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar.
Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34