„Við bjuggumst aldrei við þessu“ Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 08:00 Brynja Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, sést hér á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Vísir/Vilhelm Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við Brynju Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, á stuðningsmannsvæði Íslands í Englandi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57
Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32
Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30
Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31