Raphinha genginn í raðir Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 14:10 Joan Laporta, forseti Barcelona, og nýjasta viðbótin við leikmannahópinn. Barcelona Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00