Fótbolti

Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á æfingunni og hér má sjá umbúðirnar á vinstri hendi hennar.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á æfingunni og hér má sjá umbúðirnar á vinstri hendi hennar. Vísir/Vilhelm

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi.

Cecilía mætti auðvitað aftur með smitandi gleði sína og uppátækjasemi á æfingu íslenska liðsins aftur og það fór ekkert á milli mála þegar landsliðið mætti á æfingasvæðið í Crewe í dag.

Þetta var auðvitað eins svekkjandi og það gerist fyrir ungan leikmann að meiðast svona rétt fyrir stórmót og hennar fyrsta stórmót verður að koma síðar.

Hún fékk þó að vera áfram með hópnum sem gefur henni örugglega mikið. Hún er áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið sem eru góðar fréttir.

Ísland þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af markvörslunni því Sandra Sigurðardóttir hefur spilað frábærlega á mótinu til þessa.

Telma Ívarsdóttir er líka áfram með hópnum þrátt fyrir hún sé annar markvörðurinn í liðinu sem dettur út vegna meiðsla.

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir voru báðar með á æfingunni í dag en þær komu inn fyrir þær og Telmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×