Fótbolti

Mömmunum fjölgar í íslenska liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íris Dögg Gunnarsdóttir er mætt út til Englands og byrjuð að æfa með liðinu.
Íris Dögg Gunnarsdóttir er mætt út til Englands og byrjuð að æfa með liðinu. Vísir/Vilhelm

Mömmurnar í íslenska landsliðinu hér á EM í Englandi eru núna orðnar sex en þeim fjölgaði um eina þegar Íris Dögg Gunnarsdóttir kom inn í íslenska hópinn vegna meiðsla Telmu Ívarsdóttur markvarðar.

Það hefur verið erfitt að halda markvörðum liðsins heilum á æfingum úti í Crewe og bæði Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir hafa meiðst.

Íris Dögg er 32 ára gömul og hefur varið mark Þróttar undanfarin tvö tímabil en þar á undan lék hún með Breiðabliki, Aftureldingu, Gróttu, Haukum. Fylki, FH og KR.

Ísland átti flestar mömmur í sínu liði á Evrópumótinu í ár og forskotið jókst bara með þessari skiptingu.

Hinar mæðurnar í hópnum eru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.

Sif er auðvitað að mæta á sitt annað Evrópumót í röð eftir að hafa eignast barn fyrir mótið.

Íris Dögg Gunnarsdóttir á æfingu íslenska liðsins í dag.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×