Innlent

Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skúli Mogensen á Hvammsvík með móður sinni, Önnu Skúladóttur.
Skúli Mogensen á Hvammsvík með móður sinni, Önnu Skúladóttur. Vísir/Vilhelm

Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segir meðal annars að gríðarleg eftirspurn hafi verið eftir þeim 30 lóðum sem auglýstar voru til sölu í Hvammsvík í september síðastliðnum. Þá standi til að styrkja betur þá þjónustu sem er í uppbyggingu á jörðinni en þar er meðal annars að finna sjóböð sem verða opnuð almenningi um helgina.

Í skipulagslýsingu kemur fram að leitað verði umsagna hjá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarhrepps, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Skógrækt ríkisins. Miðað við tímalínu gæti sala lóða hafist um áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×