Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 21:43 Nóra er ánægð að vera komin heim. Stöð 2 Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann. Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann.
Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent