Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 19:18 EM Englandi í knattspyrnu kvenna, leikur gegn Ítalíu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin. „Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07
Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06
Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50