Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2022 22:20 Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs Múlaþings, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón Ólason Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna: Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna:
Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10