Landsbyggðarskattar og leigubílafrumvarp Erna Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2022 08:00 Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti. Spilling meðal stjórnmálamanna Fyrst ber að nefna gagnalekan frá farveitunni Uber sem sýnir þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Neelie Kroese fyrrver-andi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Gögnin afhjúpuðu hvernig Uber beitti sér í samskiptum við hátt setta stjórnmálamenn. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir að fjölmiðlar eða stjórnmálamenn hafi spurt hvort íslenskir stjórnmálamenn komi þarna við sögu. Verður sama kapp og fyrr lagt á að koma umdeildu „leigubílafrumvarpi“ ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið? Eða fækkar e.t.v. bréfunum frá ESA þar sem þrýst er á að þetta mál fái afgreiðslu. Félög leigubifreiðastjóra hafa gagnrýnt að í frumvarpinu felist aðför að atvinnugreininni og að boðaðar breytingar geti stefnt lífsviðurværi heillar stéttar, atvinnuréttindum og eignarréttindum stefnt í voða. Vegtollar á landsbyggðinni Öllu stærra mál er þó útspil innviðaráðherra þegar hann boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Nú á að fjármagna ein tiltekin jarðgöng (í fyrstu atrennu alla vega) með gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Rétt er að rifja upp að þegar er í gangi gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum, líklega á þá að hækka gjaldið þar eða hvað? Hvalfjarðargöng hafa þegar verið greidd upp með gjaldtöku af umferð um þau. Stendur þá til að hefja gjaldtöku þar á ný?. Strákagöng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði uppfylla ekki kröfur dagsins í dag. Er forsvaranlegt að hefja gjaldtöku um þau? Þá eru ekki eftir nema fimm göng, sem teljast uppfylla nútíma kröfur. Það eru Dýrafjarðargöng, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng. Umferð um þau stendur vart undir tekjum sem skipta máli í stóra samhenginu. Vestmannaeyingar þekkja skatt af þessu tagi vel þar sem þjóðvegurinn til Eyja með Herjólfi er gjaldskyldur. Sá skattur hefur enn ekki verið notaður til að kaupa nýja ferju yfir Breiðafjörð, sem þó er full þörf á. Yrði höfðinu engu að síður barið við steininn er ljóst að hér er á ferðinni nýr landsbyggðarskattur sem gengur að auki þvert á fyrri fyrirheit um að umferð um nær öll fyrrnefnd jarðgöng yrði gjaldfrjáls. Brúatollar næsta tekjulindin Hvað er þá næst? Gjaldtaka á gömlu Ölfusárbrúnni á þjóðvegi eitt um Selfoss? Það liggur jú mikið við að byggja nýja brú og er langlundargeð kjósenda í kjördæminu með ólíkindum. Auðvitað var ráðherrann ekki spurður út í þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 12. júlí. Slíkt hefði fengið hárin á landsmönnum til að rísa því margfalt fleiri fara um þá brú en t.d. um Fáskrúðsfjarðargöng. En rökin sem færð eru fram fyrir gjaldtöku á umferð um jarðgöng hljóta að eiga ekki síður vel við um brýr sem ekki er vanþörf á að byggja upp vítt og breitt um landið. Gjaldtaka á Borgarfjarðarbrúnni og Skeiðarárbrúnni og Ölfusárbrúnni er mun gjöfulli tekjulind en á umferð um jarðgöng á Vestfjörðum. Þó nefnt hafi verið sem röksemd fyrir gjaldtöku í jarðgöngum að slíkt sé gert í Færeyjum er líkast til síður tekið gjald þar af umferð yfir brýr yfir jökulár af augljósum ástæðum. Góðar samgöngur tryggja byggð í landinu Viðsnúningur Framsóknarflokksins í þessum málaflokki er umhugsunarefni. Lengi vel hafði flokkurinn engin áform um vegtolla og sagðist vera á móti þeim. Fyrir síðustu kosningar, sem fram fóru í september 2021, sagðist Framsókn þetta í stefnuskrá sinni um fjármögnun vegakerfisins: „Ljúka þarf mótun framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknar að núverandi tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum, auk skatttekna af innflutningi ökutækja eigi að renna til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.“ Ný gjaldtaka í öllum jarðgöngum á Vestfjörðum eða Austfjörðum rímar illa við þessa stefnu – er í raun dæmi um fullkomna u-beygju í málaflokknum. Komið í bakið á brothættum byggðum Nei hæstvirtur ráðherra, hér þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi. Með þessu er ég ekki að útloka að gjaldtaka fyrir nýtingu samgöngu mannvirkja geti verið liður í uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi. En að koma með þessum hætti í bakið á brothættum byggðum sem sumar hafa fengið nýtt líf með nútíma samgöngubótum er aðferð sem undirritaðri hugnast ekki. Höfundur er ökuþór og varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Samgöngur Leigubílar Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti. Spilling meðal stjórnmálamanna Fyrst ber að nefna gagnalekan frá farveitunni Uber sem sýnir þá víðtæku aðstoð sem fyrirtækið fékk frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Neelie Kroese fyrrver-andi framkvæmdastjóra ESB sem og öðrum stjórnmálamönnum. Gögnin afhjúpuðu hvernig Uber beitti sér í samskiptum við hátt setta stjórnmálamenn. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir að fjölmiðlar eða stjórnmálamenn hafi spurt hvort íslenskir stjórnmálamenn komi þarna við sögu. Verður sama kapp og fyrr lagt á að koma umdeildu „leigubílafrumvarpi“ ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið? Eða fækkar e.t.v. bréfunum frá ESA þar sem þrýst er á að þetta mál fái afgreiðslu. Félög leigubifreiðastjóra hafa gagnrýnt að í frumvarpinu felist aðför að atvinnugreininni og að boðaðar breytingar geti stefnt lífsviðurværi heillar stéttar, atvinnuréttindum og eignarréttindum stefnt í voða. Vegtollar á landsbyggðinni Öllu stærra mál er þó útspil innviðaráðherra þegar hann boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Nú á að fjármagna ein tiltekin jarðgöng (í fyrstu atrennu alla vega) með gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins. Rétt er að rifja upp að þegar er í gangi gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum, líklega á þá að hækka gjaldið þar eða hvað? Hvalfjarðargöng hafa þegar verið greidd upp með gjaldtöku af umferð um þau. Stendur þá til að hefja gjaldtöku þar á ný?. Strákagöng, Múlagöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði uppfylla ekki kröfur dagsins í dag. Er forsvaranlegt að hefja gjaldtöku um þau? Þá eru ekki eftir nema fimm göng, sem teljast uppfylla nútíma kröfur. Það eru Dýrafjarðargöng, Bolungarvíkurgöng, Héðinsfjarðargöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng. Umferð um þau stendur vart undir tekjum sem skipta máli í stóra samhenginu. Vestmannaeyingar þekkja skatt af þessu tagi vel þar sem þjóðvegurinn til Eyja með Herjólfi er gjaldskyldur. Sá skattur hefur enn ekki verið notaður til að kaupa nýja ferju yfir Breiðafjörð, sem þó er full þörf á. Yrði höfðinu engu að síður barið við steininn er ljóst að hér er á ferðinni nýr landsbyggðarskattur sem gengur að auki þvert á fyrri fyrirheit um að umferð um nær öll fyrrnefnd jarðgöng yrði gjaldfrjáls. Brúatollar næsta tekjulindin Hvað er þá næst? Gjaldtaka á gömlu Ölfusárbrúnni á þjóðvegi eitt um Selfoss? Það liggur jú mikið við að byggja nýja brú og er langlundargeð kjósenda í kjördæminu með ólíkindum. Auðvitað var ráðherrann ekki spurður út í þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 12. júlí. Slíkt hefði fengið hárin á landsmönnum til að rísa því margfalt fleiri fara um þá brú en t.d. um Fáskrúðsfjarðargöng. En rökin sem færð eru fram fyrir gjaldtöku á umferð um jarðgöng hljóta að eiga ekki síður vel við um brýr sem ekki er vanþörf á að byggja upp vítt og breitt um landið. Gjaldtaka á Borgarfjarðarbrúnni og Skeiðarárbrúnni og Ölfusárbrúnni er mun gjöfulli tekjulind en á umferð um jarðgöng á Vestfjörðum. Þó nefnt hafi verið sem röksemd fyrir gjaldtöku í jarðgöngum að slíkt sé gert í Færeyjum er líkast til síður tekið gjald þar af umferð yfir brýr yfir jökulár af augljósum ástæðum. Góðar samgöngur tryggja byggð í landinu Viðsnúningur Framsóknarflokksins í þessum málaflokki er umhugsunarefni. Lengi vel hafði flokkurinn engin áform um vegtolla og sagðist vera á móti þeim. Fyrir síðustu kosningar, sem fram fóru í september 2021, sagðist Framsókn þetta í stefnuskrá sinni um fjármögnun vegakerfisins: „Ljúka þarf mótun framtíðarstefnu um fjármögnun vegakerfisins. Það er stefna Framsóknar að núverandi tekjur ríkisins af olíu- og bensíngjöldum, auk skatttekna af innflutningi ökutækja eigi að renna til reksturs, viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi landsmanna.“ Ný gjaldtaka í öllum jarðgöngum á Vestfjörðum eða Austfjörðum rímar illa við þessa stefnu – er í raun dæmi um fullkomna u-beygju í málaflokknum. Komið í bakið á brothættum byggðum Nei hæstvirtur ráðherra, hér þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi. Með þessu er ég ekki að útloka að gjaldtaka fyrir nýtingu samgöngu mannvirkja geti verið liður í uppbyggingu samgöngukerfisins á Íslandi. En að koma með þessum hætti í bakið á brothættum byggðum sem sumar hafa fengið nýtt líf með nútíma samgöngubótum er aðferð sem undirritaðri hugnast ekki. Höfundur er ökuþór og varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun