„Hún er virkilega klár og hlý persóna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 14:00 Fólkið sem mættir á leiki Íslands á EM í Englandi með átján á búningunum sínum. Frá vinstri: Kári Jónsson, Jónas Jónmundsson, Dýrfinna Arnardóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Foreldrar miðvarðarins Guðrúnar Arnardóttur eru mætt til Englands til að styðja við bakið á sinni konu eins og þau eru vörn að gera. Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira