„Hún er virkilega klár og hlý persóna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 14:00 Fólkið sem mættir á leiki Íslands á EM í Englandi með átján á búningunum sínum. Frá vinstri: Kári Jónsson, Jónas Jónmundsson, Dýrfinna Arnardóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Foreldrar miðvarðarins Guðrúnar Arnardóttur eru mætt til Englands til að styðja við bakið á sinni konu eins og þau eru vörn að gera. Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti