Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2022 16:57 Kalífadæmi Íslamska ríkisins spannaði stóran hluta Íraks og Sýrlands, áður en það féll árið 2019. Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun. Árásin var gerð í bænum Jindaris í norðvesturhluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Einnig stóð til að fella annan háttsettan meðlimi ISIS en sá er talinn hafa særst í árásinni. Það hefur þó ekki verið staðfest, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Íslamska ríkið fór eins og stormsveipur um Sýrland og Írak árið 2014. Fólk ferðaðist til Sýrlands í massavís til að ganga til liðs við samtökin og búa í kalífadæmi þeirra sem stofnað var á svæðinu. Þegar hryðjuverkasamtökin voru hvað öflugust stjórnuðu vígamenn þeirra stórum svæðum í Írak og Sýrlandi. Samtökin réðu yfir rúmlega átta milljónum manna þegar mest var en kalífadæmi ISIS féll árið 2019. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Síðan þá hafa ISIS-liðar haldið sér í skugganum og haldið árásum sínum og ofbeldi áfram í Írak, Sýrlandi og í Afganistan þar sem ISIS-liðar hafa barist við Talibana. Tíð dauðsföll leiðtoga samtakanna hafa þó gert þeim erfitt um vik með enduruppbyggingu. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47 Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58 Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Árásin var gerð í bænum Jindaris í norðvesturhluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Einnig stóð til að fella annan háttsettan meðlimi ISIS en sá er talinn hafa særst í árásinni. Það hefur þó ekki verið staðfest, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Íslamska ríkið fór eins og stormsveipur um Sýrland og Írak árið 2014. Fólk ferðaðist til Sýrlands í massavís til að ganga til liðs við samtökin og búa í kalífadæmi þeirra sem stofnað var á svæðinu. Þegar hryðjuverkasamtökin voru hvað öflugust stjórnuðu vígamenn þeirra stórum svæðum í Írak og Sýrlandi. Samtökin réðu yfir rúmlega átta milljónum manna þegar mest var en kalífadæmi ISIS féll árið 2019. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Síðan þá hafa ISIS-liðar haldið sér í skugganum og haldið árásum sínum og ofbeldi áfram í Írak, Sýrlandi og í Afganistan þar sem ISIS-liðar hafa barist við Talibana. Tíð dauðsföll leiðtoga samtakanna hafa þó gert þeim erfitt um vik með enduruppbyggingu.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47 Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58 Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47
Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58
Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent