Fótbolti

Spænska deildin fær nýtt nafn

Atli Arason skrifar
Real Madrid varð spænskur meistari á síðasta leiktímabili.
Real Madrid varð spænskur meistari á síðasta leiktímabili. Getty Images

Spænska úrvalsdeildin, La Liga, mun fá nýtt nafn árið 2023 eftir að aðalstyrktaraðilar deildarinnar síðustu sex ár, BBVA og Santander bankanir, ákváðu að þeir myndu ekki endurnýja samning sinn við deildina.

Talið er að næsti styrktaraðili deildarinnar verði japanski bílaframleiðandinn Mazda og gæti deildin því borið nafnið Liga Mazda frá og með næsta ári

Með því samkomulagi þykir líklegt að einhverjir spænskir leikir, hvort sem það verður í deildinni sjálfri eða í bikarkeppninni Copa del Rey, fari fram í Asíu samhliða samkomulaginu. Ekkert svo ólíkt úrslitaleik spænska ofurbikarsins sem fór fram í Sádi-Arabíu árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×