Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2022 11:22 Nokkur væta hefur verið íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi um helgina. Svo var líka árið 2019, þegar þessi mynd var tekin á mótinu. Vísir/Vilhelm Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið. Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið.
Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira