Tveir dagar í EM: „Elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún er nú mætt með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Getty/Charlotte Wilson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Næst á dagskrá er varnarjaxlinn og reynsluboltinn Sif Atladóttir. Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Sif Atladóttur þarf vart að kynna fyrir nokkru mannsbarni enda verið hluti af íslenska landsliðinu í fleiri ár en hún vill eflaust viðurkenna. Alls hefur hún leikið 89 A-landsleiki en sá fyrsti kom árið 2007. Þá hefur Sif verið hluti af íslenska hópnum á öllum fjórum stórmótunum sem liðið hefur farið á. Sif, sem í dag spilar í Bestu deildinni með Selfossi, en hún hefur leikið með fimm liðum hér á landi. Hún hóf ferilinn með FH en fór þaðan í KR, Þrótt Reykjavík og Val áður en hún hélt til FC Saarbrücken í Þýskalandi árið 2010. Þar stoppaði hún stutt en ári síðar samdi hún við Kristianstad í Svíþjóð. Þar var hún í áratug og var sannkallaður máttarstólpi og á stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Sif leikur oftast í stöðu miðvarðar en leysir stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu. Hún er hörð í horn að taka, gefur ekkert eftir og er þekkt fyrir sín þrumu innköst. Þá er vert að taka fram að Sif er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en hann lék á sínum tíma 70 A-landsleiki ásamt því að þjálfa liðið eftir að skórnir fóru upp á hillu. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2000 fyrir FH Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Blanda af fólki. Þú lærir af öllum sem þú vinnur með ásamt því að ræða fótbolta við aðra. En segi Bjössi, Beta og fjölskyldan eru kannski þau stærstu. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Sissy that walk með RuPaul og Both með Todrick Hall. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, Bjössi (eiginmaður), krakkarnir, mamma og Hafsteinn bónuspabbi, tengda fjölskyldan og fleiri. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS í Lýðheilsufræðum frá 2018, og er í Master í Sport Science. Er í starfi hjá Leikmannasamtökum Íslands (LSÍ) núna. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Arsenal. Uppáhalds tölvuleikur? Súper Mario. Uppáhalds matur? Korean Taco ala Bjössi. Fyndnust í landsliðinu? Sveindís og Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Elísa, Elín Metta og Sandra skipta þessu á milli sín. Óstundvísust í landsliðinu? Þær eru allar frekar on time. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta um svæðið sem við erum á. Chilla inn á herbergjum og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekki hugmynd. Átrúnaðargoð í æsku? Pabbi og Egill bróðir Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég elti upp þjófa sem stálu takkaskónum okkar á Spáni árið 2006 þegar við í Þrótti vorum í æfingaferð
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti