Innlent

Talsvert magn fíkniefna haldlagt í Norrænu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Norræna, Seyðisfjörður.
Norræna, Seyðisfjörður. Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson

Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar mál þar sem lagt var hald á talsvert magn fíkniefna í bíl í Norrænu.

Mbl.is greinir frá þessu í dag. Lögreglan greindi frá smyglinu í skriflegu svari vegna fíkniefnamáls sem upp kom fyrir um tveimur vikum síðan, 23. júní. Í svari lögreglu segir jafnframt að ekki verði frekari upplýsingar veittar að svö stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. 

Lögreglan hafi ekki viljað veita neinar frekari upplýsingar um magn fíkniefnanna, umfang rannsóknar eða hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×