Körfubolti

Griner játar sök og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brittney Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.
Brittney Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. AP Photo/Alexander Zemlianichenko

Bandaríska körfuboltastjarnan Brittney Griner játaði sök þegar hún mætti fyrir dóm í Rússlandi í dag. Griner var handtekin í febrúar á þessu ári með hassolíu í rafrettu sinni.

Það er Reuters sem greinir frá þessu, en Griner gæti átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsinsdóm verði hún fundin sek. Hún segist þó ekki hafa ætlað sér að brjóta lögin.

„Ég játa sök, en það var enginn ásetningur,“ sagði Griner fyrir dómi í dag. „Ég ætlaði mér ekki að brjóta lögin. Ég myndi vilja gefa vitnisburð síðar. Ég þarf tíma til að undirbúa mig.“

Griner varð að ósk sinni og var ákveðið að réttarhöldin muni halda áfram að viku liðinni.

„Gerðu það, ekki gleyma mér“

Körfuboltakonan var handtekin á Sheremetyevo flogvellinum í Moskvu með hassolíu í rafrettu sinni og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Fyrr í vikunni sendi hún Joe Biden Bandaríkjaforseta handskrefað bréf þar sem hún biðlar til hans að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma henni heim.

„Ég geri mér grein fyrir því að þú hefur mikið á þinni könnu, en gerðu það, ekki gleyma mér og öðrum bandarískum föngum. Gerðu það, gerðu allt sem þú getur til að koma okkur heim,“ skrifaði Griner í bréfið til Biden.

Biden ræddi við eiginkonu Griner, Cherelle, í gær og sagði henni að hann væri að vinna í því að fá hana lausa eins fljótt og mögulegt er.


Tengdar fréttir

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Körfu­bolta­stjarna fór fyrir dómara í Rúss­landi í dag

Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar.

Stór­stjarnan Britt­n­ey Griner hand­tekin á flug­velli í Rúss­landi

Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×