Þorsteinn sendir reynsluboltana fram fyrir skjöldu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2022 09:30 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér einu marki íslenska liðsins í vináttuleiknum á móti Póllandi á dögunum. Glódís mun ræða við íslensku fjölmiðlanna í dag. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Það verða eflaust talsverð viðbrigði fyrir íslensku landsliðskonurnar í dag þegar þær mun í fyrsta sinn hitta fyrir íslensku fjölmiðlasveitina sem mun fylgjast með hverju fótmáli hjá þeim á Evrópumótinu í Englandi. Margir íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe til að fylgjast með þessu spennandi íslenska liði og hluti af því að keppa meðal bestu knattspyrnuþjóða Evrópu er að gefa íslensku þjóðinni sýn inn í líf sitt á þessu risastóra sviði. Stelpurnar munu því hitta fjölmiðlamenn reglulega á meðan mótinu stendur og leyfa þjóðinni að fylgjast enn betur með sér. Þetta kallar auðvitað á meira áreiti og breytingu hjá stelpunum sem hafa nánast fengið að vera í friði síðustu rúmu vikuna. Nú eru þær hins vegar mættar þangað sem þær munu eyða næstu tveimur vikum og vonandi lengur ef vel gengið á EM. Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hafði þetta örugglega í huga þegar hann valdi hvaða leikmenn liðsins mæta í viðtölin við fjölmiðlamennina í dag. Liðið æfir þá á æfingasvæðinu hjá liði Crewe Alexandra en fyrir hana fá fjórir leikmenn það verkefni að ræða við fjölmiðla. Það vantar ekki íslenska fjölmiðlafólkið á svæðið og því verður nóg að gera hjá þessum leikmönnum fyrir æfingu í dag. Þorsteinn treystir á reynsluna því hann sendir fjóra af reyndustu leikmönnum liðsins fram fyrir skjöldu. Þetta eru markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir, varnarmennirnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir auk miðjumannsins Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Engin af þessum öflugu leikmönnum er að mæta á sitt fyrsta Evrópumót og þótt að umfangið og umstangið í kringum liðið hafi aldrei verið meira þá munar mikið um það. Vísisfólk er að sjálfsögðu í þessum fjölmiðlahópi og fyrstu viðtöl ættu því að detta inn á Vísir í dag. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Margir íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe til að fylgjast með þessu spennandi íslenska liði og hluti af því að keppa meðal bestu knattspyrnuþjóða Evrópu er að gefa íslensku þjóðinni sýn inn í líf sitt á þessu risastóra sviði. Stelpurnar munu því hitta fjölmiðlamenn reglulega á meðan mótinu stendur og leyfa þjóðinni að fylgjast enn betur með sér. Þetta kallar auðvitað á meira áreiti og breytingu hjá stelpunum sem hafa nánast fengið að vera í friði síðustu rúmu vikuna. Nú eru þær hins vegar mættar þangað sem þær munu eyða næstu tveimur vikum og vonandi lengur ef vel gengið á EM. Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hafði þetta örugglega í huga þegar hann valdi hvaða leikmenn liðsins mæta í viðtölin við fjölmiðlamennina í dag. Liðið æfir þá á æfingasvæðinu hjá liði Crewe Alexandra en fyrir hana fá fjórir leikmenn það verkefni að ræða við fjölmiðla. Það vantar ekki íslenska fjölmiðlafólkið á svæðið og því verður nóg að gera hjá þessum leikmönnum fyrir æfingu í dag. Þorsteinn treystir á reynsluna því hann sendir fjóra af reyndustu leikmönnum liðsins fram fyrir skjöldu. Þetta eru markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir, varnarmennirnir Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir auk miðjumannsins Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Engin af þessum öflugu leikmönnum er að mæta á sitt fyrsta Evrópumót og þótt að umfangið og umstangið í kringum liðið hafi aldrei verið meira þá munar mikið um það. Vísisfólk er að sjálfsögðu í þessum fjölmiðlahópi og fyrstu viðtöl ættu því að detta inn á Vísir í dag.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira