Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu Árni Konráð Árnason og Hjörvar Ólafsson skrifa 5. júlí 2022 18:51 Víkingar. Vísir/Hulda Margrét Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. Víkingar sýndu mikinn karakter í leiknum þrátt fyrir að vera einum færri og arfaslaka dómgæslu og endaði leikurinn 3-2 fyrir Malmö. Víkingarnir byrjuðu leikinn af krafti en Malmö átti þó fyrsta færi leiksins. Ola Toivonen átti skalla rétt framhjá marki Víkinga strax á 3. mínútu leiksins. Víkingarnir voru fljótir að hrista þetta af sér og spiluðu frábæran fótbolta. Sænska stórveldið fann þó netið eftir sókn á 16. mínútu leiksins þegar að Martin Olsson fékk boltann við D-bogann þar sem að hann skaut boltanum í Júlíus Magnússon og þaðan inn. Óheppilegt fyrir Víkingana í byrjun leiks. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkinga og núverandi þjálfari Malmö hefur verið meðvitaður um spilamennsku Kristals Mána og eflaust fyrirskipað að taka skyldi fast á Kristali í leiknum. Á 28. mínútu leiksins fékk Kristall Máni gult spjald fyrir leikaraskap, en þá hafði verið brotið á honum sex sinnum áður. Þetta gula spjald átti eftir að skipta sköpum í leiknum. Kristall Máni jafnaði leikinn á 40. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Pablo Punyed. Pablo sendi boltann á Kristal sem að náði að snerta boltann framhjá varnarmanni Malmö og pota honum framhjá Dahlin í marki Malmö og jafna leikinn, 1-1. Kristall fór þá að stuðningsmönnum Malmö og setti puttann fyrir munninn á sér og sussaði á stuðningsmenn. Moldvóski dómarinn, Dumitri Muntean, ákvað að spjalda Kristal fyrir þetta athæfi og Kristall því að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt. Víkingarnir voru því einum færri út leikinn. Stuttu seinna, eða á 42. mínútu kom Ola Toivonen Malmö aftur yfir eftir að hafa stigið framfyrir Halldór Smára og skallað boltann í netið. Það var ljóst að þetta yrði brekka fyrir Víkingana í kjölfarið en Malmö leiddi 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum tók við hálfgerð einstefna hjá sænsku risunum en Víkingar vörðust afar vel, en markið lak inn hjá Svíunum á 84. mínútu. Það gerði Veljko Birmancevic eftir frábæra sendingu frá Hugo Larsson sem að var nýkominn inn á. Skotið alveg út við stöng og algjörlega óverjandi fyrir Þórð Ingason, 3-1 fyrir Malmö – erfið staða fyrir Víkingana fyrir seinni leikinn. Karakterinn í Víkingsliðinu er einstakur og misstu þeir aldrei hausinn í leiknum. Einum manni færri og tveimur mörkum undir náðu Víkingarnir að minnka muninn á ný. Á annarri mínútu uppbótartímans minnkaði varamaðurinn Helgi Guðjónsson muninn þegar að hann skoraði mark upp á sitt einsdæmi. Þórður Ingi sparkar boltanum fram þar sem að Helgi nær að skalla boltann upp í loft, varnarmistök hjá Malmö og Helgi tók sprettinn, mundaði vinstri fótinn og boltinn í varnarmann Malmö og inn, 3-2 fyrir Malmö, en miklu betri staða fyrir Víkingana fyrir seinni leikinn, þar sem að moldóvska dómara leiksins í kvöld er ekki boðið. Af hverju vann Malmö? Leikurinn var heldur jafn þangað til að Víkingarnir fengu rautt spjald. Þetta rauða spjald hafði mikið að segja í kvöld en lið Víkings spilaði frábærlega í kvöld og sýndu frábæran karakter, það er þó mjög erfitt að vera 1 færri í tæpan klukkutíma gegn sænsku meisturunum. Hverjir stóðu upp úr? Lið Víkings var heilt yfir mjög gott, þeir sem að komu inn á voru fljótir að komast í takt við leikinn og gáfu sig alla fram. Þá átti gamli refurinn, Ola Toivonen mjög góðan leik í kvöld. Stuðningsmenn Víkings voru áberandi í leiknum og heyrðist mikið í þeim þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta meðal þeirra rúmlega 11.000 stuðningsmanna Malmö, hrós á stuðningsmenn Víkings. Hvað hefði mátt fara betur? Dómari leiksins var ekki starfi sínu vaxinn. Hann var afar spjaldaglaður og hölluðu dómarnir nær oftast á Víkingana. Það var eitt skipti þar sem að fjórði dómari leiðrétti hann, er hann ætlaði að reka Nikolaj Hansen útaf eftir að hafa fengið aðhlynningu eftir gult spjald. Hvað gerist næst? Víkingarnir fá Malmö í heimsókn á Víkingsvöll eftir viku kl. 19:30 þar sem að liðin leika vonandi 11 á móti 11 í rúmar 90. mínútur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík
Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. Víkingar sýndu mikinn karakter í leiknum þrátt fyrir að vera einum færri og arfaslaka dómgæslu og endaði leikurinn 3-2 fyrir Malmö. Víkingarnir byrjuðu leikinn af krafti en Malmö átti þó fyrsta færi leiksins. Ola Toivonen átti skalla rétt framhjá marki Víkinga strax á 3. mínútu leiksins. Víkingarnir voru fljótir að hrista þetta af sér og spiluðu frábæran fótbolta. Sænska stórveldið fann þó netið eftir sókn á 16. mínútu leiksins þegar að Martin Olsson fékk boltann við D-bogann þar sem að hann skaut boltanum í Júlíus Magnússon og þaðan inn. Óheppilegt fyrir Víkingana í byrjun leiks. Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkinga og núverandi þjálfari Malmö hefur verið meðvitaður um spilamennsku Kristals Mána og eflaust fyrirskipað að taka skyldi fast á Kristali í leiknum. Á 28. mínútu leiksins fékk Kristall Máni gult spjald fyrir leikaraskap, en þá hafði verið brotið á honum sex sinnum áður. Þetta gula spjald átti eftir að skipta sköpum í leiknum. Kristall Máni jafnaði leikinn á 40. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Pablo Punyed. Pablo sendi boltann á Kristal sem að náði að snerta boltann framhjá varnarmanni Malmö og pota honum framhjá Dahlin í marki Malmö og jafna leikinn, 1-1. Kristall fór þá að stuðningsmönnum Malmö og setti puttann fyrir munninn á sér og sussaði á stuðningsmenn. Moldvóski dómarinn, Dumitri Muntean, ákvað að spjalda Kristal fyrir þetta athæfi og Kristall því að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt. Víkingarnir voru því einum færri út leikinn. Stuttu seinna, eða á 42. mínútu kom Ola Toivonen Malmö aftur yfir eftir að hafa stigið framfyrir Halldór Smára og skallað boltann í netið. Það var ljóst að þetta yrði brekka fyrir Víkingana í kjölfarið en Malmö leiddi 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum tók við hálfgerð einstefna hjá sænsku risunum en Víkingar vörðust afar vel, en markið lak inn hjá Svíunum á 84. mínútu. Það gerði Veljko Birmancevic eftir frábæra sendingu frá Hugo Larsson sem að var nýkominn inn á. Skotið alveg út við stöng og algjörlega óverjandi fyrir Þórð Ingason, 3-1 fyrir Malmö – erfið staða fyrir Víkingana fyrir seinni leikinn. Karakterinn í Víkingsliðinu er einstakur og misstu þeir aldrei hausinn í leiknum. Einum manni færri og tveimur mörkum undir náðu Víkingarnir að minnka muninn á ný. Á annarri mínútu uppbótartímans minnkaði varamaðurinn Helgi Guðjónsson muninn þegar að hann skoraði mark upp á sitt einsdæmi. Þórður Ingi sparkar boltanum fram þar sem að Helgi nær að skalla boltann upp í loft, varnarmistök hjá Malmö og Helgi tók sprettinn, mundaði vinstri fótinn og boltinn í varnarmann Malmö og inn, 3-2 fyrir Malmö, en miklu betri staða fyrir Víkingana fyrir seinni leikinn, þar sem að moldóvska dómara leiksins í kvöld er ekki boðið. Af hverju vann Malmö? Leikurinn var heldur jafn þangað til að Víkingarnir fengu rautt spjald. Þetta rauða spjald hafði mikið að segja í kvöld en lið Víkings spilaði frábærlega í kvöld og sýndu frábæran karakter, það er þó mjög erfitt að vera 1 færri í tæpan klukkutíma gegn sænsku meisturunum. Hverjir stóðu upp úr? Lið Víkings var heilt yfir mjög gott, þeir sem að komu inn á voru fljótir að komast í takt við leikinn og gáfu sig alla fram. Þá átti gamli refurinn, Ola Toivonen mjög góðan leik í kvöld. Stuðningsmenn Víkings voru áberandi í leiknum og heyrðist mikið í þeim þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta meðal þeirra rúmlega 11.000 stuðningsmanna Malmö, hrós á stuðningsmenn Víkings. Hvað hefði mátt fara betur? Dómari leiksins var ekki starfi sínu vaxinn. Hann var afar spjaldaglaður og hölluðu dómarnir nær oftast á Víkingana. Það var eitt skipti þar sem að fjórði dómari leiðrétti hann, er hann ætlaði að reka Nikolaj Hansen útaf eftir að hafa fengið aðhlynningu eftir gult spjald. Hvað gerist næst? Víkingarnir fá Malmö í heimsókn á Víkingsvöll eftir viku kl. 19:30 þar sem að liðin leika vonandi 11 á móti 11 í rúmar 90. mínútur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti