Búið að handtaka árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2022 23:50 Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo er talinn vera árásarmaðurinn. Facebook/AP Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56