Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:57 Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Aðsend Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“ Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“
Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira