Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 28. júní 2022 08:58 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði á leiðtogafundi í Madríd í dag að bandalagið liti ekki á Kínverja sem andstæðinga sína en þau væru áhyggjufull yfir sterkum tengslum milli Kínverja og Rússa. AP Photo/Bernat Armangue Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Dmitry Peskov, blaðamannafulltrúi Pútín, sagði á fjarfundi með blaðamönnum í morgun að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru á áætlun og að þeir myndu ná markmiðum sínum. Peskov sagði Rússa hins vegar myndu láta af árásum ef stjórnvöld í Kænugarði gæfust upp og hermenn landsins legðu niður vopn. „Úkraínska hliðin getur stoppað þetta allt fyrir dagslok,“ hefur AFP eftir Peskov. „Það er nauðsynlegt að skipa sveitum þjóðernissinna að leggja niður vopn.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála fram eftir degi. Helstu vendingar: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Tuttugu og eins er enn saknað eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í gær. Rússar segja miðstöðina hafa verið yfirgefna en eldur hafi kviknað í henni þegar þeir sprengdu vopnageymslu við hlið byggingarinnar. Úkraínumenn segja Rússa hins vegar hafa gert árás á verslunarmiðstöðina sjálfa og að um þúsund manns hafi verið í byggingunni þegar árásin átti sér stað. Að minnsta kosti 18 létust og um 60 særðust. Björgunaraðgerðir standa enn yfir í verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað árásina eina mestu hryðjuverkaárásina í sögu Evrópu. Leiðtogar G7 segja árásina stríðsglæp. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir Rússa hafa brotið allar reglur og alla sáttmála og að samskiptin við ríkið séu ekki á leið aftur í sama horf og fyrir stríð í langan, langan tíma. Breska varnarmálaráðuneytið segir herafla Rússa í Donbas vera grisjóttan, sem grafi undan getu hans til að sækja fram. Ástandið sé ekki gæfulegt til lengri tíma litið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður NATO Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira