Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. júní 2022 19:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira