Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 13:34 Laufey Sif Lárusdóttir er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01