Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2022 07:10 Dómurinn hefur vakið bæði sorg og gleði vestanhafs. AP/Gemunu Amarasinghe Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira