Viðskipti innlent

„Um­fangs­mikil bilun“ hjá net­þjónustu í hýsingar­um­hverfi Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta birtist þegar fréttamaður fór inn á heimasíðu stjórnarráðsins upp úr klukkan 14.
Þetta birtist þegar fréttamaður fór inn á heimasíðu stjórnarráðsins upp úr klukkan 14.

Umfangsmikil bilun er nú í netþjónustu í hýsningarumhverfi Advania sem birtist á þann veg að vefir ýmissa viðskiptavina hafa legið niðri. Meðal síðna sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni eru síður stjórnarráðsins, dómstólanna og Skattsins.

Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Stafrænni miðlun og markaðsmálum hjá Advania, í samtali við Vísi. Hún segir að búið sé að greina vandann og að unnið sé viðgerð. Hún segir að viðgerðum miði í rétta átt.

Þóra segir að um sé að ræða bilun í netþjónustu í hýsingarumhverfi fyrirtæksins og því sé ekki um netárás að ræða.

Hún beinir því til viðskiptavina að upplýsingar um framvindu viðgerðarinnar séu settar inn á síðuna advania.info.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×