Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:31 Frederik Schram í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Getty Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira