Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:31 Frederik Schram í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Getty Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira