Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 11:32 Guðni Sigurðsson er sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair. Vísir Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði. Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði.
Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira