Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 11:32 Guðni Sigurðsson er sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair. Vísir Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði. Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði.
Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira