Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 23:52 Farþegar Icelandair hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. „Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“ Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira
„Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“
Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira