Umfjöllun, myndir og viðtöl: Levadia - Víkingur 1-6 | Víkingar skrefi nær undankeppni Meistaradeildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 21. júní 2022 21:20 Víkingar fagna einu af mörkunum sex. Vísir/Hulda Víkingur mætti fullt af orku út í leikinn og voru mikið meira með boltann allan leikinn í dag þegar þeir rúlluðu yfir Levadia Tallin í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikar enduðu 6-1 fyrir þá rauðsvörtu úr Fossvoginum og gat þetta ekki farið betur. Ógæfan dundi samt yfir strax á fimmtu mínútu þegar dæmt var víti á Halldór Smára Sigurðsson en hann datt í eigin vítateig og var dæmdur fyrir að handleika knöttinn. Zakaria Beglarishvili, einn aðalmaður Levadia, gerði engin mistök á vítapunktinum og sendi Þórð Ingason í vitlaust horn. Blaðamaður veit ekki hvort einhverjar áhyggjur hafi gert vart við sig í stúkunni en þær áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Víkingur hóf leik aftur og þegar þeir voru ekki með boltann þá pressuðu þeir gestina linnulaust og settu þá upp við kaðlana margfrægu. Eistunum leið mjög illa við þessar aðstæður enda ekki vanir mikilli mótspyrnu í heimalandinu. Þetta vissu Víkingar og gengu á lagið. Kyle McLagan fagnar marki vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Metin voru jöfnuð strax fimm mínútum eftir fyrsta markið og þar var að verki KyleMcLagan. Víkingur vann aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tallin og Pablo á gómsæta sendingu inn á teiginn og Kyle var mættur á markteiginn til að stýra knettinum í fjærhornið. Víkingur hélt áfram sínum leik og 17 mínútum seinna voru þeir komnir yfir. Davíð Atlason átti frábæra sendingu djúpt af hægri kantinumog var hún örugglega ætluð Nikolaj Hansen sem náði ekki til boltans en sveigjan á boltanum var svo mikil að hún fann Kristal Mána Ingason sem kom aðvífandi og smellti boltanum í fjærhornið. Stórglæsilegt mark og heimamenn komnir með yfirhöndina sem þeir héldu út leikinn. Kristall Máni olli gestunum miklum vandræðum.Vísir/Hulda Margrét Á lokamínútu fyrri hálfleiks þá innsigluðu heimamenn leikinn. Hornspyrna var tekin og Nikolaj Hansen náði að skalla boltann upp í loftið en í staðinn fyrir að grípa boltann reyndi markvörður Levadia, Vallner, að hreinsa boltann en það tekst ekki betur til en að hann smellhittir Halldór Smára og boltinn fer í netið. Stórundarlegt mark enþað er ekki spurt að því. Heimamenn þökkuðu pent fyrir sig og flautað var til hálfleiks áður en miðjan var tekin. Fínn dómari leiksins var búinn að sjá nóg. Halldór Smári Sigurðarson skoraði furðulegt mark. Vísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleik þá reyndu Levadi að færa sig framar á völlinn en þeir höfðu hvorki gæðin né orkuna til þess að geraVíkingum skráveifu. Víkingur byrjaði mun betur og eftir fjögurra mínútna leik var munurinn orðinn þrjú mörk og það eftir þvílíka sókn. Pablo og Kristall tættu vörn Levadia hægra megin í vítateignum. Pablo lyftir síðan boltanum á Nikolaj Hansen sem var í fínu plássi á markteigslínunni og þegar ég segi fínu plássi þá meina ég að hann náði að taka boltann niður með bringunni og dúndra honum í þaknetið. Víkingur vildi víti tvisvar í leiknum en eins og heimafyrir þá fá þeir engin víti þetta tímabilið. Það skipti líka engu máli því á 71. mínútu var Helgi Guðjónsson kominn inn á og hann stimplaði sig vel inn í leikinn. Kristall Máni átti skot sem var varið út í teig og boltinn barst svo til Helga eftir viðkomu í varnarmanni sem þurfti ekki að gera neitt nema renna boltanum í netið. Staðan orðin 5-1 og fannst mörgu að þetta væri bara fínt. Öllum fannst það nema Víkingum sem þyrsti í meira og þeir fengu meira á 77. mínútuþegar Júlíus Magnússon skoraði sjötta markið þeirra. Levadíamenn að reyna að sækja en gleymdu því að það þarf varnarmenn tilbaka. Boltanum stungið inn á Kristal sem komst inn á teig en skotið hans var varið en boltinn datt fyrir Júlíus sem þrýsti boltanum yfir línuna. Leikurinn leið síðan út og heimamenn gátu leyft sér að fagna. Þeir eru á leið í úrslitaleik á föstudaginnvið InterEscaldes frá Andorra. Fögnuður eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Þeir sýndu gæðin sín í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið góður og vissu þeir alveg hvernig átti að spila á móti Levadia. Gestirnir virkuðu skelkaðir enda ekki vanir pressunni sem boðið var upp á og þegar færanýtingin fylgir með þá er ekki að spyrja að leikslokum. Hvað gekk illa? Ekki neitt hjá Víkingum. Þeir fengu jú víti á sig í blá byrjun en þegar þeir voru búnir að hrista það af sér þá var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda. Levadia mönnum gekk illa að takast á við leikstíl Víkinga og guldu fyrir það dýru verði. Maður leiksins? Kristall Máni Ingason var afar góður í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Það eru margir sem koma til greina hér. Kristall Máni var frábær í pressunni sinni en allir framherjarnir og fleiri héldu Levadia mönnum vel við efnið. Pablo Punyed verður samt valinn maður leiksins. Hann stýrði leik liðsins eins og hljómsveitarstjóri og sá til þess að hans menn gátu verið í pressu eins og þeir gerðu. Einnig lagði hann upp tvö mörk og það er gulls ígildi. Hvað næst? Eins og áður hefur komið fram þá er úrslitaleikur um að keppa við Malmö í Meistaradeild Evrópu á föstudaginn gegn InterEscaldes. Leikurinn er klukkan 19:30 og ég held að veislan geti verið enn meiri. Halldór Smári: Mörkin þurfa að koma svona frá mér Halldór Smári að renna boltanum yfir línuna.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum náttúrlega búnir að kortleggja þá alla vikuna. Undirbúningurinn var frábær hjá þjálfurunum og þeim sem greina leikina. Það kom okkur ekkert á óvart í dag en það var smá högg að fá á sig mark í byrjun en þegar vélin byrjaði að malla, eins og hún hefur verið að gera, þá er ekki að spyrja að leikslokum,“ sagði varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson þegar hann var spurður að því hvað Víkingur hefði gert rétt í leiknum. Levadia mönnum virtist líða illa með pressu Víkinga og var Halldór spurður að því hvort hann og félagar hans hafi fundið fyrir því inn á vellinum. „Já við fundum það. Það var einmitt sem við vorum búnir að ræða í vikunni. Þeir eru eitt af tveimur bestu liðunum í Eistlandi og mæta ekki mikilli mótstöðu í flestum leikjunum og ekki vanir því að fá pressuna í fésið. Þannig að það sást vel í leiknum að þeir réðu ekki við það.“ Halldór er einn af leiðtogum Víkings liðsins og hann var spurður að því hvað hans menn þyrftu að hugsa um milli leikja en næsti leikur er sýnd veiði en ekki gefin á pappírnum. „Þetta er hættulegt að tala um að eitthvað sé auðveldara eða léttara. Það hefur oft bitið mann í rassgatið. Við þurfum bara að haga undirbúningi okkar fyrir þann leik nákvæmlega eins og fyrir þennan leik og þá ættum við að gera góða hluti ef við spilum eins og í dag.“ Halldór Smári komst á blað í markaskoruninni en hann er ekki þekktur fyrir að skora mikið. Hann fékk markið sitt á silfurfati og var spurður útí hvað gerðist. „Sko, mörkin koma sjaldan og eiginlega aldrei. Þannig að mörkin þurfa að koma svona frá mér. Ég þarf að fá hann í mig. Þetta var mjög vont, ég var að drepast í maganum eftir þetta en það var þess virði.“ Nú má ekki vanmeta neitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með frammistöðu og úrslit leiksins í kvöld. Hann var spurður að því hvort þetta hafi verið auðveldara en hann bjóst við. „Fyrri háfleikurinn var örugglega sá besti sem hefur verið spilaður undir minni stjórn. Það var ótrúleg ákefð og pressan var frábær og þó það hafi komið högg í byrjun þá náðum við aftur tökum á leiknum. Ég er alveg viss um að ef það hefði verið seinni leikur þá hefðu þeir spilað öðruvísi en það skipti engu máli fyrir þá að tapa 3-1 eða 6-1. Þeir opnuðu sig vel í seinni hálfleik og það hentaði okkur mjög vel.“ Arnar var þá spurður út í karakterinn í liðinu en Víkingur lenti undir strax í byrjun en það hafði lítil áhrif á spilamennskuna. „Þetta var frekar soft. Það var samt einhver góð orka og einbeiting í liðinu strax í upphitun. Oft finnur maður þetta og það er sjálfstraust í liðinu. Við létum boltann ganga vel og hreyfðum okkur vel og það var bara miklu hærra orkustig í okkar liði og ég er gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu.“ Fyrri hálfleikurinn minnti dálítið á frammistöðu Víkinga á móti Val í fyrra á heimavelli þar sem liðið komst á flugið sem skilaði þeim titlinum og var Arnar spurður að því hvort hann væri sammála því og að hann merkti svipaðan anda í liðinu. Arnar og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er fjórði sigurleikurinn okkar í röð og það er stígandi í liðinu. Það eru allir að tengjast og varnarlínan þá sérstaklega. Allir eru komnir í góðan gír og eru meiðslafríir þannig að það er góð stemmning í hópnum. Við töluðum um að sýna sterka ábyrgð fyrir hönd Íslands í þessari keppni og nú er úrslitaleikur á föstudaginn og nú má ekki vanmeta neitt. Það þarf að klára það verkefni og ef það gerist þá fáum við verðugt verkefni út í Svíþjóð.“ Talandi um Svíþjóð þá var Arnar spurður hvort hugurinn væri kominn þangað því andstæðingarnir á föstudaginn eiga að vera slakari á pappírnum fræga en Víkingur. „Við getum ekki leyft okkur að hugsa um Svíþjóð. Auðvitað þurfum við að vera faglegir og taka þetta alvarlega en við eigum auðvitað að vinna þetta lið. Það hefur margt skrýtið gerst í fótbolta en við getum fagnað þessum sigri en við þurfum svo að fara að hugsa um leikinn á föstudaginn. Hvíla vel og nærast vel.“ „Maður hefði kosið fleiri daga í endurheimt en svona er þetta bara. Þetta eru forréttindi. Við erum í topp baráttu í deildinni, komnir áfram í bikar og svo núna er Evrópukeppni. Þú getur alveg eins hætt í fótbolta ef þú hefur ekki gaman af svona. Adrenalínið mun taka yfir og öll þreyta hverfur“, sagði Arnar að endingu þegar hann var spurður að því hvort það væri nægur tími í endurheimt milli leikjanna. Myndir Það var gaman í Víkinni.Vísir/Hulda Margrét Mjög gaman.Vísir/Hulda Margrét Enginn er verri þó hann vökni.Vísir/Hulda Margrét Þórður Ingason stóð vaktina í markinu.Vísir/Hulda Margrét Víkingar fagna marki.Vísir/Hulda Margrét Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Fótbolti
Víkingur mætti fullt af orku út í leikinn og voru mikið meira með boltann allan leikinn í dag þegar þeir rúlluðu yfir Levadia Tallin í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikar enduðu 6-1 fyrir þá rauðsvörtu úr Fossvoginum og gat þetta ekki farið betur. Ógæfan dundi samt yfir strax á fimmtu mínútu þegar dæmt var víti á Halldór Smára Sigurðsson en hann datt í eigin vítateig og var dæmdur fyrir að handleika knöttinn. Zakaria Beglarishvili, einn aðalmaður Levadia, gerði engin mistök á vítapunktinum og sendi Þórð Ingason í vitlaust horn. Blaðamaður veit ekki hvort einhverjar áhyggjur hafi gert vart við sig í stúkunni en þær áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Víkingur hóf leik aftur og þegar þeir voru ekki með boltann þá pressuðu þeir gestina linnulaust og settu þá upp við kaðlana margfrægu. Eistunum leið mjög illa við þessar aðstæður enda ekki vanir mikilli mótspyrnu í heimalandinu. Þetta vissu Víkingar og gengu á lagið. Kyle McLagan fagnar marki vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Metin voru jöfnuð strax fimm mínútum eftir fyrsta markið og þar var að verki KyleMcLagan. Víkingur vann aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tallin og Pablo á gómsæta sendingu inn á teiginn og Kyle var mættur á markteiginn til að stýra knettinum í fjærhornið. Víkingur hélt áfram sínum leik og 17 mínútum seinna voru þeir komnir yfir. Davíð Atlason átti frábæra sendingu djúpt af hægri kantinumog var hún örugglega ætluð Nikolaj Hansen sem náði ekki til boltans en sveigjan á boltanum var svo mikil að hún fann Kristal Mána Ingason sem kom aðvífandi og smellti boltanum í fjærhornið. Stórglæsilegt mark og heimamenn komnir með yfirhöndina sem þeir héldu út leikinn. Kristall Máni olli gestunum miklum vandræðum.Vísir/Hulda Margrét Á lokamínútu fyrri hálfleiks þá innsigluðu heimamenn leikinn. Hornspyrna var tekin og Nikolaj Hansen náði að skalla boltann upp í loftið en í staðinn fyrir að grípa boltann reyndi markvörður Levadia, Vallner, að hreinsa boltann en það tekst ekki betur til en að hann smellhittir Halldór Smára og boltinn fer í netið. Stórundarlegt mark enþað er ekki spurt að því. Heimamenn þökkuðu pent fyrir sig og flautað var til hálfleiks áður en miðjan var tekin. Fínn dómari leiksins var búinn að sjá nóg. Halldór Smári Sigurðarson skoraði furðulegt mark. Vísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleik þá reyndu Levadi að færa sig framar á völlinn en þeir höfðu hvorki gæðin né orkuna til þess að geraVíkingum skráveifu. Víkingur byrjaði mun betur og eftir fjögurra mínútna leik var munurinn orðinn þrjú mörk og það eftir þvílíka sókn. Pablo og Kristall tættu vörn Levadia hægra megin í vítateignum. Pablo lyftir síðan boltanum á Nikolaj Hansen sem var í fínu plássi á markteigslínunni og þegar ég segi fínu plássi þá meina ég að hann náði að taka boltann niður með bringunni og dúndra honum í þaknetið. Víkingur vildi víti tvisvar í leiknum en eins og heimafyrir þá fá þeir engin víti þetta tímabilið. Það skipti líka engu máli því á 71. mínútu var Helgi Guðjónsson kominn inn á og hann stimplaði sig vel inn í leikinn. Kristall Máni átti skot sem var varið út í teig og boltinn barst svo til Helga eftir viðkomu í varnarmanni sem þurfti ekki að gera neitt nema renna boltanum í netið. Staðan orðin 5-1 og fannst mörgu að þetta væri bara fínt. Öllum fannst það nema Víkingum sem þyrsti í meira og þeir fengu meira á 77. mínútuþegar Júlíus Magnússon skoraði sjötta markið þeirra. Levadíamenn að reyna að sækja en gleymdu því að það þarf varnarmenn tilbaka. Boltanum stungið inn á Kristal sem komst inn á teig en skotið hans var varið en boltinn datt fyrir Júlíus sem þrýsti boltanum yfir línuna. Leikurinn leið síðan út og heimamenn gátu leyft sér að fagna. Þeir eru á leið í úrslitaleik á föstudaginnvið InterEscaldes frá Andorra. Fögnuður eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Þeir sýndu gæðin sín í kvöld. Undirbúningurinn hefur verið góður og vissu þeir alveg hvernig átti að spila á móti Levadia. Gestirnir virkuðu skelkaðir enda ekki vanir pressunni sem boðið var upp á og þegar færanýtingin fylgir með þá er ekki að spyrja að leikslokum. Hvað gekk illa? Ekki neitt hjá Víkingum. Þeir fengu jú víti á sig í blá byrjun en þegar þeir voru búnir að hrista það af sér þá var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda. Levadia mönnum gekk illa að takast á við leikstíl Víkinga og guldu fyrir það dýru verði. Maður leiksins? Kristall Máni Ingason var afar góður í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Það eru margir sem koma til greina hér. Kristall Máni var frábær í pressunni sinni en allir framherjarnir og fleiri héldu Levadia mönnum vel við efnið. Pablo Punyed verður samt valinn maður leiksins. Hann stýrði leik liðsins eins og hljómsveitarstjóri og sá til þess að hans menn gátu verið í pressu eins og þeir gerðu. Einnig lagði hann upp tvö mörk og það er gulls ígildi. Hvað næst? Eins og áður hefur komið fram þá er úrslitaleikur um að keppa við Malmö í Meistaradeild Evrópu á föstudaginn gegn InterEscaldes. Leikurinn er klukkan 19:30 og ég held að veislan geti verið enn meiri. Halldór Smári: Mörkin þurfa að koma svona frá mér Halldór Smári að renna boltanum yfir línuna.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum náttúrlega búnir að kortleggja þá alla vikuna. Undirbúningurinn var frábær hjá þjálfurunum og þeim sem greina leikina. Það kom okkur ekkert á óvart í dag en það var smá högg að fá á sig mark í byrjun en þegar vélin byrjaði að malla, eins og hún hefur verið að gera, þá er ekki að spyrja að leikslokum,“ sagði varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson þegar hann var spurður að því hvað Víkingur hefði gert rétt í leiknum. Levadia mönnum virtist líða illa með pressu Víkinga og var Halldór spurður að því hvort hann og félagar hans hafi fundið fyrir því inn á vellinum. „Já við fundum það. Það var einmitt sem við vorum búnir að ræða í vikunni. Þeir eru eitt af tveimur bestu liðunum í Eistlandi og mæta ekki mikilli mótstöðu í flestum leikjunum og ekki vanir því að fá pressuna í fésið. Þannig að það sást vel í leiknum að þeir réðu ekki við það.“ Halldór er einn af leiðtogum Víkings liðsins og hann var spurður að því hvað hans menn þyrftu að hugsa um milli leikja en næsti leikur er sýnd veiði en ekki gefin á pappírnum. „Þetta er hættulegt að tala um að eitthvað sé auðveldara eða léttara. Það hefur oft bitið mann í rassgatið. Við þurfum bara að haga undirbúningi okkar fyrir þann leik nákvæmlega eins og fyrir þennan leik og þá ættum við að gera góða hluti ef við spilum eins og í dag.“ Halldór Smári komst á blað í markaskoruninni en hann er ekki þekktur fyrir að skora mikið. Hann fékk markið sitt á silfurfati og var spurður útí hvað gerðist. „Sko, mörkin koma sjaldan og eiginlega aldrei. Þannig að mörkin þurfa að koma svona frá mér. Ég þarf að fá hann í mig. Þetta var mjög vont, ég var að drepast í maganum eftir þetta en það var þess virði.“ Nú má ekki vanmeta neitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með frammistöðu og úrslit leiksins í kvöld. Hann var spurður að því hvort þetta hafi verið auðveldara en hann bjóst við. „Fyrri háfleikurinn var örugglega sá besti sem hefur verið spilaður undir minni stjórn. Það var ótrúleg ákefð og pressan var frábær og þó það hafi komið högg í byrjun þá náðum við aftur tökum á leiknum. Ég er alveg viss um að ef það hefði verið seinni leikur þá hefðu þeir spilað öðruvísi en það skipti engu máli fyrir þá að tapa 3-1 eða 6-1. Þeir opnuðu sig vel í seinni hálfleik og það hentaði okkur mjög vel.“ Arnar var þá spurður út í karakterinn í liðinu en Víkingur lenti undir strax í byrjun en það hafði lítil áhrif á spilamennskuna. „Þetta var frekar soft. Það var samt einhver góð orka og einbeiting í liðinu strax í upphitun. Oft finnur maður þetta og það er sjálfstraust í liðinu. Við létum boltann ganga vel og hreyfðum okkur vel og það var bara miklu hærra orkustig í okkar liði og ég er gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu.“ Fyrri hálfleikurinn minnti dálítið á frammistöðu Víkinga á móti Val í fyrra á heimavelli þar sem liðið komst á flugið sem skilaði þeim titlinum og var Arnar spurður að því hvort hann væri sammála því og að hann merkti svipaðan anda í liðinu. Arnar og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er fjórði sigurleikurinn okkar í röð og það er stígandi í liðinu. Það eru allir að tengjast og varnarlínan þá sérstaklega. Allir eru komnir í góðan gír og eru meiðslafríir þannig að það er góð stemmning í hópnum. Við töluðum um að sýna sterka ábyrgð fyrir hönd Íslands í þessari keppni og nú er úrslitaleikur á föstudaginn og nú má ekki vanmeta neitt. Það þarf að klára það verkefni og ef það gerist þá fáum við verðugt verkefni út í Svíþjóð.“ Talandi um Svíþjóð þá var Arnar spurður hvort hugurinn væri kominn þangað því andstæðingarnir á föstudaginn eiga að vera slakari á pappírnum fræga en Víkingur. „Við getum ekki leyft okkur að hugsa um Svíþjóð. Auðvitað þurfum við að vera faglegir og taka þetta alvarlega en við eigum auðvitað að vinna þetta lið. Það hefur margt skrýtið gerst í fótbolta en við getum fagnað þessum sigri en við þurfum svo að fara að hugsa um leikinn á föstudaginn. Hvíla vel og nærast vel.“ „Maður hefði kosið fleiri daga í endurheimt en svona er þetta bara. Þetta eru forréttindi. Við erum í topp baráttu í deildinni, komnir áfram í bikar og svo núna er Evrópukeppni. Þú getur alveg eins hætt í fótbolta ef þú hefur ekki gaman af svona. Adrenalínið mun taka yfir og öll þreyta hverfur“, sagði Arnar að endingu þegar hann var spurður að því hvort það væri nægur tími í endurheimt milli leikjanna. Myndir Það var gaman í Víkinni.Vísir/Hulda Margrét Mjög gaman.Vísir/Hulda Margrét Enginn er verri þó hann vökni.Vísir/Hulda Margrét Þórður Ingason stóð vaktina í markinu.Vísir/Hulda Margrét Víkingar fagna marki.Vísir/Hulda Margrét
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti