Koepka að ganga til liðs við LIV eftir að hafa sakað Mickelson um græðgi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2022 17:00 Brooks Koepka verður líklega næsta stórstjarnan í golfi til að ganga til liðs við LIV-mótaröðina. David Cannon/Getty Images Kylfingurinn Brooks Koepka er að öllum líkindum að segja skilið við PGA-mótaröðina í golfi og ganga til liðs við hina umdeildu sádí-arabísku LIV-mótaröð, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann sakaði Phil Mickelson um græðgi fyrir að gera slíkt hið sama. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá þessu, en samkvæmt þeirra heimildamönnum mun Koepka taka þátt í öðru móti LIV-mótaraðarinnar sem fer fram í næstu viku. Koepka hefur fjarlægt öll tengsl sín við PGA-mótaröðina af samfélagsmiðlum sínum. Koepka var spurður út í það hvort hann ætlaði sér að stökkva frá borði og ganga til lið við LIV-mótaröðina áður en Opna bandaríska meistaramótið fór fram um seinustu helgi, en þá virtist kylfingurinn vera kominn með nóg af þess háttar spurningum. „Ég skil þetta ekki. Ég er að reyna að einbeita mér að Opna bandaríska, maður. Ég skil þetta í alvörunni ekki. Ég er orðinn þreyttur á því að eiga þetta samtal,“ sagði Koepka. „Ég er orðinn þreyttur á þessu öllu. Eins og ég hef sagt þá finnst mér þið vera að varpa skugga á Opna bandaríska meistaramótið og mér finnst það ömurlegt.“ Breaking: Four-time major champion Brooks Koepka is the latest golfer to join the LIV Golf Invitational Series, sources have confirmed to @Mark_Schlabach. LIV Golf is expected to announce the addition of Koepka in the coming days. More: https://t.co/xfpLXmHA32 pic.twitter.com/4CUzQXfiOG— ESPN (@espn) June 21, 2022 „Veit ekki hvort ég myndi nota orðið græðgi ef ég væri Phil“ Þrátt fyrir þessi ummæli Koepka virðist þessi 32 ára kylfingur nú vera að ganga til liðs við LIV-mótaröðina. Hann verður því nýjasta stóra nafnið til að skipta um lið og fylgir í fótspor kylfinga á borð við Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson. Koepka hefur þó greinilega ekki alltaf verið fylgjandi LIV-mótaröðinni. Daily Mail rifjaði upp ummæla hans frá því í febrúar á þessu ári þegar hann skaut hann föstum skotum á Phil Mickelson, sem þá var við það að ganga til liðs við LIV. Mickelson gagnrýndi þá PGA-mótaröðina og sagði fyrirtæki tengd henni rukka sig fyrir að nota myndbönd af hans eigin golfhöggum. „Þeir [PGA-mótaröðin] rukka fyrirtæki fyrir að nota högg sem ég hef slegið. Og þegar ég var í „The Match“ - í fimm skipti - þá þvingaði mótaröðin mig til að borga sér eina milljón dollara í hvert skipti fyrir sig. Fyrir fjölmiðlarétt á mínu eigin efni. Svoleiðis græðgi er að mínu mati meira en fáránleg,“ sagði Mickelson. Þessi orð Mickelson birtust svo á Instagram og þar lét Koepka til skara skríða. „Ég veit ekki hvort ég myndi nota orðið græðgi ef ég væri Phil,“ skrifaði Koepka við færsluna. Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. 16. júní 2022 10:30 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 DeChambeau nýjasta stórstjarnan til að ganga til liðs við LIV-mótaröðina Bryson DeChambeau er nýjasta stórstjarnan innan golfheimsins til að yfirgefa PGA-mótaröðina og ganga til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. 10. júní 2022 23:01 Þátttakendum á LIV vísað úr PGA-mótaröðinni Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í golfi hafa tekið þá ákvörðun að vísa öllum þeim kylfingum úr keppni sem taka þátt í LIV boðsmótinu í þessari viku. 9. júní 2022 19:29 Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. 7. júní 2022 17:01 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá þessu, en samkvæmt þeirra heimildamönnum mun Koepka taka þátt í öðru móti LIV-mótaraðarinnar sem fer fram í næstu viku. Koepka hefur fjarlægt öll tengsl sín við PGA-mótaröðina af samfélagsmiðlum sínum. Koepka var spurður út í það hvort hann ætlaði sér að stökkva frá borði og ganga til lið við LIV-mótaröðina áður en Opna bandaríska meistaramótið fór fram um seinustu helgi, en þá virtist kylfingurinn vera kominn með nóg af þess háttar spurningum. „Ég skil þetta ekki. Ég er að reyna að einbeita mér að Opna bandaríska, maður. Ég skil þetta í alvörunni ekki. Ég er orðinn þreyttur á því að eiga þetta samtal,“ sagði Koepka. „Ég er orðinn þreyttur á þessu öllu. Eins og ég hef sagt þá finnst mér þið vera að varpa skugga á Opna bandaríska meistaramótið og mér finnst það ömurlegt.“ Breaking: Four-time major champion Brooks Koepka is the latest golfer to join the LIV Golf Invitational Series, sources have confirmed to @Mark_Schlabach. LIV Golf is expected to announce the addition of Koepka in the coming days. More: https://t.co/xfpLXmHA32 pic.twitter.com/4CUzQXfiOG— ESPN (@espn) June 21, 2022 „Veit ekki hvort ég myndi nota orðið græðgi ef ég væri Phil“ Þrátt fyrir þessi ummæli Koepka virðist þessi 32 ára kylfingur nú vera að ganga til liðs við LIV-mótaröðina. Hann verður því nýjasta stóra nafnið til að skipta um lið og fylgir í fótspor kylfinga á borð við Dustin Johnson, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson. Koepka hefur þó greinilega ekki alltaf verið fylgjandi LIV-mótaröðinni. Daily Mail rifjaði upp ummæla hans frá því í febrúar á þessu ári þegar hann skaut hann föstum skotum á Phil Mickelson, sem þá var við það að ganga til liðs við LIV. Mickelson gagnrýndi þá PGA-mótaröðina og sagði fyrirtæki tengd henni rukka sig fyrir að nota myndbönd af hans eigin golfhöggum. „Þeir [PGA-mótaröðin] rukka fyrirtæki fyrir að nota högg sem ég hef slegið. Og þegar ég var í „The Match“ - í fimm skipti - þá þvingaði mótaröðin mig til að borga sér eina milljón dollara í hvert skipti fyrir sig. Fyrir fjölmiðlarétt á mínu eigin efni. Svoleiðis græðgi er að mínu mati meira en fáránleg,“ sagði Mickelson. Þessi orð Mickelson birtust svo á Instagram og þar lét Koepka til skara skríða. „Ég veit ekki hvort ég myndi nota orðið græðgi ef ég væri Phil,“ skrifaði Koepka við færsluna.
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. 16. júní 2022 10:30 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 DeChambeau nýjasta stórstjarnan til að ganga til liðs við LIV-mótaröðina Bryson DeChambeau er nýjasta stórstjarnan innan golfheimsins til að yfirgefa PGA-mótaröðina og ganga til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. 10. júní 2022 23:01 Þátttakendum á LIV vísað úr PGA-mótaröðinni Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í golfi hafa tekið þá ákvörðun að vísa öllum þeim kylfingum úr keppni sem taka þátt í LIV boðsmótinu í þessari viku. 9. júní 2022 19:29 Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. 7. júní 2022 17:01 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. 16. júní 2022 10:30
Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00
DeChambeau nýjasta stórstjarnan til að ganga til liðs við LIV-mótaröðina Bryson DeChambeau er nýjasta stórstjarnan innan golfheimsins til að yfirgefa PGA-mótaröðina og ganga til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. 10. júní 2022 23:01
Þátttakendum á LIV vísað úr PGA-mótaröðinni Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í golfi hafa tekið þá ákvörðun að vísa öllum þeim kylfingum úr keppni sem taka þátt í LIV boðsmótinu í þessari viku. 9. júní 2022 19:29
Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. 7. júní 2022 17:01