Umfjöllun og viðtöl: ÍA-FH 1-1 | Jafntefli í endurkomu Eiðs Smára Andri Már Eggertsson skrifar 21. júní 2022 21:47 Ástbjörn Þórðarson, hægri bakvörður FH, hefur einnig spilað með ÍA. Vísir/Hulda Margrét Það var Kaj Leo Í Bartalstovu sem kom Skagamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Matthías Vilhjálmsson sá til þess að FH fengi stig í fyrsta leik Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar við stjórnvölinn hjá FH-ingum. Veðrið setti strik í reikninginn þar sem aðstæður voru langt frá því að vera frábærar. Völlurinn var rennandi blautur og boltinn gekk hægt milli manna og ofan á það var rok í allar áttir. Bæði lið sköpuðu sér lítið af færum í fyrri hálfleik og voru í vandræðum með að búa sér til stöður á síðasta þriðjungi. Eftir tæplega hálftíma leik áttu heimamenn tvö skot á markið með skömmu millibili en setti þó ekki Atla Gunnar Guðmundsson, markmann FH, í mikil vandræði. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks náði FH nokkrum álitlegum sóknum en ekkert sem endaði með dauðafæri. Það var enginn uppbótatími og eftir 45 mínútur var markalaust. Það voru aðeins fjórar mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir. Guðmundur Kristjánsson gaf á Atla Gunnar sem átti hörmulega fyrstu snertingu sem varð til þess að Kaj Leo komst í boltann og skoraði í autt markið. Eftir mark Skagamanna fór leikurinn á sama plan og í fyrri hálfleik. Aðstæður gerðu liðunum erfitt fyrir og var lítið um færi. Það dró til tíðinda á 76. mínútu þegar FH-ingar fengu hornspyrnu. Björn Daníel Sverrisson átti góða fyrirgjöf sem Matthías Vilhjálmsson stangaði í netið. Tæplega tveimur mínútum eftir jöfnunarmark FH fékk Davíð Snær Jóhannsson beint rautt spjald. Davíð straujaði Steinar Þorsteinsson og Pétur Guðmundsson, dómari, var ekki lengi að lyfta upp rauða spjaldinu. Brynjar Snær Pálsson var nálægt því að skora sigurmark Skagamanna í uppbótatíma þegar hann lét vaða af stuttu færi en Atli Gunnar Guðmundsson varði skot hans og þar við sat. 1-1 og var jafntefli niðurstaðan. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jafntefli gaf hárrétta mynd af leiknum. Veðrið setti mikið strik í reikninginn og var afar erfitt fyrir bæði lið að spila í þessum aðstæðum. Mark ÍA kom eftir klaufaleg mistök Atla Gunnars Þorsteinssonar. FH jafnaði síðan þegar tæplega fimmtán mínútur voru til leiksloka úr hornspyrnu. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Laxdal Unnarsson, leikmaður ÍA, var líflegur í sóknarleik heimamanna og komu nánast öll færi ÍA í gegnum hann. Matthías Vilhjálmsson sá til þess að FH fengi stig út úr leiknum með laglegum skalla og hann átti einnig nokkra spretti fyrr í leiknum sem skapaði hættu. Hvað gekk illa? Atli Gunnar Guðmundsson, markmaður FH, gaf fyrsta markið. Atli fékk sendingu til baka en tók hörmulega fyrstu snertingu sem varð til þess að Kaj Leo Í Bartalstovu kom ÍA yfir. Kristinn Freyr Sigurðsson náði sér ekki á strik í kvöld. Kristinn fékk dauðafæri til að skora í seinni hálfleik og var síðan tekinn af velli skömmu síðar. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum. Á sunnudaginn tekur FH á móti ÍR klukkan 19:15. Daginn eftir mætast ÍA og Breiðablik á Norðurálsvellinum klukkan 19:45. Jón Þór: Ósáttur með hvernig við leystum föstu leikatriði FH Jón Þór.Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var nokkuð brattur eftir jafntefli gegn FH á heimavelli. „Mér fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða. Við vorum fúlir að fá á okkur mark eftir hornspyrnu. Ég var heilt yfir ekki nógu ánægður með hvernig við leystum föstu leikatriði FH,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Markið sem við skoruðum var einnig mjög ódýrt þannig ég tel jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þetta voru erfiðara aðstæður og var mjög erfitt að ná takti í spili en þá fóru bæði lið aðrar leiðir.“ Christian Thobo Köhler var tekinn út af í hálfleik en hann gat ekki haldið leik áfram vegna meiðsla. „Köhler er meiddur í baki og gat ekki haldið áfram,“ sagði Jón Þór Hauksson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA FH
Það var Kaj Leo Í Bartalstovu sem kom Skagamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Matthías Vilhjálmsson sá til þess að FH fengi stig í fyrsta leik Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar við stjórnvölinn hjá FH-ingum. Veðrið setti strik í reikninginn þar sem aðstæður voru langt frá því að vera frábærar. Völlurinn var rennandi blautur og boltinn gekk hægt milli manna og ofan á það var rok í allar áttir. Bæði lið sköpuðu sér lítið af færum í fyrri hálfleik og voru í vandræðum með að búa sér til stöður á síðasta þriðjungi. Eftir tæplega hálftíma leik áttu heimamenn tvö skot á markið með skömmu millibili en setti þó ekki Atla Gunnar Guðmundsson, markmann FH, í mikil vandræði. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks náði FH nokkrum álitlegum sóknum en ekkert sem endaði með dauðafæri. Það var enginn uppbótatími og eftir 45 mínútur var markalaust. Það voru aðeins fjórar mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Kaj Leo Í Bartalstovu kom heimamönnum yfir. Guðmundur Kristjánsson gaf á Atla Gunnar sem átti hörmulega fyrstu snertingu sem varð til þess að Kaj Leo komst í boltann og skoraði í autt markið. Eftir mark Skagamanna fór leikurinn á sama plan og í fyrri hálfleik. Aðstæður gerðu liðunum erfitt fyrir og var lítið um færi. Það dró til tíðinda á 76. mínútu þegar FH-ingar fengu hornspyrnu. Björn Daníel Sverrisson átti góða fyrirgjöf sem Matthías Vilhjálmsson stangaði í netið. Tæplega tveimur mínútum eftir jöfnunarmark FH fékk Davíð Snær Jóhannsson beint rautt spjald. Davíð straujaði Steinar Þorsteinsson og Pétur Guðmundsson, dómari, var ekki lengi að lyfta upp rauða spjaldinu. Brynjar Snær Pálsson var nálægt því að skora sigurmark Skagamanna í uppbótatíma þegar hann lét vaða af stuttu færi en Atli Gunnar Guðmundsson varði skot hans og þar við sat. 1-1 og var jafntefli niðurstaðan. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jafntefli gaf hárrétta mynd af leiknum. Veðrið setti mikið strik í reikninginn og var afar erfitt fyrir bæði lið að spila í þessum aðstæðum. Mark ÍA kom eftir klaufaleg mistök Atla Gunnars Þorsteinssonar. FH jafnaði síðan þegar tæplega fimmtán mínútur voru til leiksloka úr hornspyrnu. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Laxdal Unnarsson, leikmaður ÍA, var líflegur í sóknarleik heimamanna og komu nánast öll færi ÍA í gegnum hann. Matthías Vilhjálmsson sá til þess að FH fengi stig út úr leiknum með laglegum skalla og hann átti einnig nokkra spretti fyrr í leiknum sem skapaði hættu. Hvað gekk illa? Atli Gunnar Guðmundsson, markmaður FH, gaf fyrsta markið. Atli fékk sendingu til baka en tók hörmulega fyrstu snertingu sem varð til þess að Kaj Leo Í Bartalstovu kom ÍA yfir. Kristinn Freyr Sigurðsson náði sér ekki á strik í kvöld. Kristinn fékk dauðafæri til að skora í seinni hálfleik og var síðan tekinn af velli skömmu síðar. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum. Á sunnudaginn tekur FH á móti ÍR klukkan 19:15. Daginn eftir mætast ÍA og Breiðablik á Norðurálsvellinum klukkan 19:45. Jón Þór: Ósáttur með hvernig við leystum föstu leikatriði FH Jón Þór.Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var nokkuð brattur eftir jafntefli gegn FH á heimavelli. „Mér fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða. Við vorum fúlir að fá á okkur mark eftir hornspyrnu. Ég var heilt yfir ekki nógu ánægður með hvernig við leystum föstu leikatriði FH,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Markið sem við skoruðum var einnig mjög ódýrt þannig ég tel jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þetta voru erfiðara aðstæður og var mjög erfitt að ná takti í spili en þá fóru bæði lið aðrar leiðir.“ Christian Thobo Köhler var tekinn út af í hálfleik en hann gat ekki haldið leik áfram vegna meiðsla. „Köhler er meiddur í baki og gat ekki haldið áfram,“ sagði Jón Þór Hauksson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti