Aftur skiptir FH um þjálfara á miðju tímabili: „Glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 13:31 Eiður Smári er mættur aftur í Kaplakrika en FH hafa nú þrjú tímabil í röð skipt um þjálfara á miðju timabili. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta. Ráðning hans var rætt í Stúkunni en þar líta menn nokkuð björtum augum á framtíð FH undir stjórn Eiðs Smára þó svo að liðinu skorti stöðugleika. „Það eru stórar fréttir sem við þurfum að byrja á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spurði Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson út í ráðningu Eiðs Smára. „Miðað við hvernig þetta fór síðast þá líst mér vel á það. Ég var hluti af liðinu þegar Eiður og Logi (Ólafsson) tóku við eftir Ólaf Kristjánsson 2020. Það sem Eiður hafði þá var rosalegt presence og maður fann fyrir nærveru hans enda okkar besti fótboltamaður fyrr og síðar,“ sagði Baldur. „Það sem gerist oft með nýjum stjóra er að það getur haft rosaleg andleg áhrif og það hafði klárlega mikil áhrif síðast. Hann kom með einföld skilaboð, 2-3 punktar inn á æfingum og fyrir leiki. Það svínvirkaði,“ bætti Baldur við. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu.“ „Held að Eiður muni koma Steven Lennon í gang. Lennon ber mikla virðingu fyrir Eið Smára og nýtur að spila undir hans stjórn, eins og við sáum síðast. Held líka að FH liðið muni yngjast hægt og rólega. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en yngri leikmenn sem hafa verið í tiltölulega litlum hlutverkum undanfarnar vikur, við munum sjá meira af þeim.“ Sigurvin Ólafsson mun aðstoða Eið Smára hjá FH en hann lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma. Sigurvin var aðstoðarþjálfari, eða ráðgjafi, hjá KR í Bestu deild karla ásamt því að þjálfa KV í Lengjudeild karla. „Kemur mér á óvart að Sigurvin fari úr því að vera aðstoðarþjálfari þar í að vera aðstoðarþjálfari hjá FH en Venni sér eitthvað spennandi við þetta, skiljanlega,“ sagði Baldur og hélt áfram. „Verkefnið virðist ærið. Samsetningin á hópnum hefur verið rætt. Það þarf að vinna í þessu og taka varnarleikinn í gegn. Það þarf einhverjar vinnureglur, menn þurfa að skilja hvernig á að verjast. Leikmenn þurfa að sína alveg jafn mikla ábyrgð. Utan frá séð virðist samstaðan innan liðsins ekki hafa verið mikil.“ Atli Viðar segir að FH vanti stöðugleika. „Það má hafa skoðun á aðferðafræðinni, að gera þetta inn í klefa strax eftir leik. Það er hægt að gagnrýna það, lyktar af pínulítilli hvatvísi. Ef fólk skoðar stöðu félagsins þá þarf þetta samt ekki að koma á óvart. Þetta er þriðja árið í röð sem FH er að skipta um þjálfara á þessum árstíma, það er glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika og vill gera merkilegri og betri hluti en þeir eru að gera.“ Klippa: Stúkan: Umræða um nýtt þjálfarateymi í Kaplakrika FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með átta stig að loknum níu umferðum. FH heimsækir Akranes í kvöld en tapist sá leikur gætu Skagamenn hoppað upp fyrir FH í töflunni. Í Stúkunni voru menn almennt sammála um að koma liðinu upp í efri helming töflunnar væri það sem nýtt þjálfarateymi ætti að miða á. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það eru stórar fréttir sem við þurfum að byrja á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spurði Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson út í ráðningu Eiðs Smára. „Miðað við hvernig þetta fór síðast þá líst mér vel á það. Ég var hluti af liðinu þegar Eiður og Logi (Ólafsson) tóku við eftir Ólaf Kristjánsson 2020. Það sem Eiður hafði þá var rosalegt presence og maður fann fyrir nærveru hans enda okkar besti fótboltamaður fyrr og síðar,“ sagði Baldur. „Það sem gerist oft með nýjum stjóra er að það getur haft rosaleg andleg áhrif og það hafði klárlega mikil áhrif síðast. Hann kom með einföld skilaboð, 2-3 punktar inn á æfingum og fyrir leiki. Það svínvirkaði,“ bætti Baldur við. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu.“ „Held að Eiður muni koma Steven Lennon í gang. Lennon ber mikla virðingu fyrir Eið Smára og nýtur að spila undir hans stjórn, eins og við sáum síðast. Held líka að FH liðið muni yngjast hægt og rólega. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en yngri leikmenn sem hafa verið í tiltölulega litlum hlutverkum undanfarnar vikur, við munum sjá meira af þeim.“ Sigurvin Ólafsson mun aðstoða Eið Smára hjá FH en hann lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma. Sigurvin var aðstoðarþjálfari, eða ráðgjafi, hjá KR í Bestu deild karla ásamt því að þjálfa KV í Lengjudeild karla. „Kemur mér á óvart að Sigurvin fari úr því að vera aðstoðarþjálfari þar í að vera aðstoðarþjálfari hjá FH en Venni sér eitthvað spennandi við þetta, skiljanlega,“ sagði Baldur og hélt áfram. „Verkefnið virðist ærið. Samsetningin á hópnum hefur verið rætt. Það þarf að vinna í þessu og taka varnarleikinn í gegn. Það þarf einhverjar vinnureglur, menn þurfa að skilja hvernig á að verjast. Leikmenn þurfa að sína alveg jafn mikla ábyrgð. Utan frá séð virðist samstaðan innan liðsins ekki hafa verið mikil.“ Atli Viðar segir að FH vanti stöðugleika. „Það má hafa skoðun á aðferðafræðinni, að gera þetta inn í klefa strax eftir leik. Það er hægt að gagnrýna það, lyktar af pínulítilli hvatvísi. Ef fólk skoðar stöðu félagsins þá þarf þetta samt ekki að koma á óvart. Þetta er þriðja árið í röð sem FH er að skipta um þjálfara á þessum árstíma, það er glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika og vill gera merkilegri og betri hluti en þeir eru að gera.“ Klippa: Stúkan: Umræða um nýtt þjálfarateymi í Kaplakrika FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með átta stig að loknum níu umferðum. FH heimsækir Akranes í kvöld en tapist sá leikur gætu Skagamenn hoppað upp fyrir FH í töflunni. Í Stúkunni voru menn almennt sammála um að koma liðinu upp í efri helming töflunnar væri það sem nýtt þjálfarateymi ætti að miða á. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira