Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 11:05 Verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra er nokkuð langur um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða. Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða.
Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira