Skiluðu tönninni úr þjóðhetju Kongó Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2022 14:30 Börn Patrice Lumumba í Brussel í morgun, eftir að tönninni hafði verið komið fyrir í kistu. AP Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um. Síðustu ár og áratugi hafa Belgar verið að gera upp við nýlendutímabil landsins og ýmist ódæðisverk sem voru framin þá. Belgíski forsætisráðherrann Alexander De Croo sagði í morgun að þessi stund kæmi allt of seint. „Það er ekki eðlilegt að Belgía hafi haldið í leifar eins af stofendum kongósku þjóðarinnar í heila sex áratugi.“ Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu.AP De Croo baðst sömuleiðis afsökunar á þætti Belga í aftökunni á Lumumba sem var fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Lumumba var svo handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins árið 1961 undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og líki hans eytt, að frátalinni einni tönn, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grafreitur hans yrði að áfangastað pílagríma. Belgísk yfirvöld komust yfir tönnina árið 2016 úr þegar dóttir belgísks lögreglustjóra kom henni í hendur yfirvalda, en faðir hennar sagðist hafa komist yfir tönnina eftir að hafa haft umsjón með eyðingu líks Lumumba. Dóttir Lumumba hefur svo barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í lagi ábyrgð bandarískra og belgískra stjórnvalda vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum. Belgía Austur-Kongó Tengdar fréttir Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20 Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Síðustu ár og áratugi hafa Belgar verið að gera upp við nýlendutímabil landsins og ýmist ódæðisverk sem voru framin þá. Belgíski forsætisráðherrann Alexander De Croo sagði í morgun að þessi stund kæmi allt of seint. „Það er ekki eðlilegt að Belgía hafi haldið í leifar eins af stofendum kongósku þjóðarinnar í heila sex áratugi.“ Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu.AP De Croo baðst sömuleiðis afsökunar á þætti Belga í aftökunni á Lumumba sem var fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Lumumba var svo handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins árið 1961 undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og líki hans eytt, að frátalinni einni tönn, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grafreitur hans yrði að áfangastað pílagríma. Belgísk yfirvöld komust yfir tönnina árið 2016 úr þegar dóttir belgísks lögreglustjóra kom henni í hendur yfirvalda, en faðir hennar sagðist hafa komist yfir tönnina eftir að hafa haft umsjón með eyðingu líks Lumumba. Dóttir Lumumba hefur svo barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í lagi ábyrgð bandarískra og belgískra stjórnvalda vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum.
Belgía Austur-Kongó Tengdar fréttir Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20 Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20
Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53