Hvað er að gerast hjá SÁÁ? Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 20. júní 2022 14:01 Það styttist í aðalfund SÁÁ. Af því tilefni langar mig til að varpa ljósi á það sem er í gangi hjá samtökunum og í meðferðarstarfinu, enda kemur starfsemi SÁÁ öllum landsmönnum við. Fjárhagsstaðan Á aðalfundinum verður að venju farið yfir fjárhagsstöðu SÁÁ. Fjárhagurinn stendur vel og má þakka það kröftugu fjáröflunarstarfi og einstakri velvild einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Heildartekjur SÁÁ námu 1.874 mkr á síðasta ári og þar af voru sjálfsaflatekjur 714 mkr eða 38%. Ríkissjóður lagði 1.160 mkr til heilbrigðisstarfsemi samtakanna og stóð það framlag undir 68% kostnaði við meðferðarstarfið. Fyrir áhugafólk um ársreikninga má nefna að veltufjárhlutfall er 1,2. Allt á réttri leið með Sjúkratryggingum Eins og mörgum er kunnugt gerðu Sjúkratryggingar athugasemdir við fyrirkomulag meðferðarstarfs SÁÁ í heimsfaraldri Covid-19 og töldu það ekki samræmast stífri túlkun á orðalagi samninga. Unnið er að lausn þess ágreinings og er þar horft til þess að gera nýja samninga sem endurspegli greiðslur fyrir þjónustuna hverju sinni. Stjórnendur SÁÁ áttu nýlega fund með forstjóra og starfsmönnum ýmissa deilda Sjúkratrygginga. Þar var farið yfir starfsemistölur ársins 2021, rýnt í gögn um þróun á þörf fyrir þjónustu SÁÁ og rætt um sameiginlega sýn á framtíð og samninga um heilbrigðisþjónustu til handa einstaklingum með fíknsjúkdóm. Niðurstaða fundarins var að stofna til sameiginlegs starfshóps með fulltrúum SÁÁ og Sjúkratrygginga til að vinna að markmiðum fyrir væntanlegan heildarsamning um þjónustu SÁÁ. Þess má geta að ágreiningurinn hefur engin áhrif haft á framlög Sjúkratrygginga til SÁÁ. Farsæl ákvörðun um spilakassana Rúmt ár er liðið frá því að SÁÁ ákvað að segja skilið við spilakassa Íslandsspila. Ljóst er að þessi ákvörðun var hárrétt og ekki aðeins af siðferðilegum ástæðum. SÁÁ varð með þessu af föstum tekjum af spilakössunum, en hefur fengið þær til baka og rúmlega það, jafnt við almenna fjáröflun sem með velvild og stuðningi almennings. Aldrei fleiri ráðgjafar að störfum Nú starfa 42 áfengis- og vímuefnaráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ – í göngudeildinni í Von, á Vogi og Vík. Hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í fyrra. Ráðgjafarnir skapa kjarnann í starfseminni og á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Frá fyrsta degi hafa áfengis- og vímuefnaráðgjafar verið í framlínu SÁÁ og áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur frá fyrstu tíð annast ráðgjafanámið. Það tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess verklegur. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfsfkraftur um allt land hjá heilbrigðisstofnunum og sveitarfélögum. Kennsla í áfengis- og vímuefnaráðgjöf hefur til þessa einungis verið á vegum SÁÁ og á kostnað samtakanna. Vonir standa til að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám i háskóla ef fjárveiting fæst til þess. Samskiptaráðgjafi til að auka öryggi allra SÁÁ hefur hafið undirbúning að stofnun óháðs vettvangs fyrir skjólstæðinga og starfsmenn sem þeir geta leitað til vegna atvika á borð við áreitni, einelti eða ofbeldi. Fyrirmynd þessarar lausnar er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, sem nýlega tók til starfa fyrir ÍSÍ. Til Samskiptaráðgjafans geta allir leitað vegna atvika eða misgjörða, án þess að þurfa að óttast afleiðingar af málaleituninni. Opið í Von og Vík í sumar Ekki þarf að koma til sumarlokana í Von, göngudeild SÁÁ, eða eftirmeðferðinni í Vík á Kjalarnesi. Fyrst og fremst er það að þakka öllum þeim vinum og velunnurum SÁÁ sem styðja samtökin fjárhagslega með einum eða öðrum hætti. Ekki síst gerði salan á Jólaálfinum um síðustu jól útslagið. Þessir fjármunir gera SÁÁ kleift að standa undir kostnaði við að halda starfseminni opinni allt árið þannig að ekki þurfi að verða rof í meðferðinni. Vart þarf að taka fram að sjúkrahúsið Vogur er ávallt opið alla daga ársins. Félagsstarfið er mikilvægur hluti af batanum Alkóhólistar verða ekkert minni félagsverur þó þeir segi skilið við vímugjafana. Þar kemur hið umfangsmikla félagsstarf SÁÁ til skjalanna og hefur reynst mörgum mikilvægur þáttur í bataferlinu. Um verslunarmannahelgina verður útihátíð SÁÁ haldin á nýjan leik eftir 10 ára hlé. Sæluvíman kallast hún og verður haldin að Skógum þar sem aðstaða er líklega sú glæsilegasta sem finnst hér á landi. Alltaf hægt að fá viðtal Þrátt fyrir tal um bið eftir meðferð hjá SÁÁ, þá er alltaf hægt að fá tíma án fyrirvara hjá ráðgjöfum í göngudeildinni í Von. Nýkomufólk fær forgang í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi og sama er að segja um ungmenni. Taka tvö hjá unga fólkinu Mikill hugur er í unga fólkinu sem tekur þátt í félagsstarfi SÁÁ. Nokkur þeirra eru byrjuð með hlaðvarp um edrúlífið sem heitir því viðeigandi nafni „Taka tvö.“ Þar ræða þau í léttum dúr um lífið fyrir og eftir meðferð, áskoranirnar og hvernig það er að vera ung manneskja laus úr viðjum vímunnar. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum streymisveitum. Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista Í göngudeild SÁÁ starfa tveir sálfræðingar sem sinna börnum alkóhólista á aldrinum 8-18 ára. Alkóhólismi er sjúkdómur sem hefur áhrif á alla fjölskylduna og mætir sálfræðiþjónustan þörfum barna sem eiga foreldra með fíknsjúkdóm. Þjónustan er verulega niðurgreidd og greiðir félagsmálaráðuneytið laun eins sálfræðings auk þess sem Reykjavíkurborg styrkir þessa þjónustu. Stöðugleiki og vinnufriður eftir umrót síðustu missera Ró og festa er í allri starfsemi SÁÁ þrátt fyrir það sem á gekk í byrjun ársins með athugasemdum Sjúkratrygginga og afsögn formanns. Núverandi forysta SÁÁ starfar af mikilli eindrægni og hefur verið að hrinda af stað fjölbreyttum umbótaverkefnum auk þess að hefja vinnu við stefnumótun til framtíðar. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Sjúkratryggingar Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það styttist í aðalfund SÁÁ. Af því tilefni langar mig til að varpa ljósi á það sem er í gangi hjá samtökunum og í meðferðarstarfinu, enda kemur starfsemi SÁÁ öllum landsmönnum við. Fjárhagsstaðan Á aðalfundinum verður að venju farið yfir fjárhagsstöðu SÁÁ. Fjárhagurinn stendur vel og má þakka það kröftugu fjáröflunarstarfi og einstakri velvild einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Heildartekjur SÁÁ námu 1.874 mkr á síðasta ári og þar af voru sjálfsaflatekjur 714 mkr eða 38%. Ríkissjóður lagði 1.160 mkr til heilbrigðisstarfsemi samtakanna og stóð það framlag undir 68% kostnaði við meðferðarstarfið. Fyrir áhugafólk um ársreikninga má nefna að veltufjárhlutfall er 1,2. Allt á réttri leið með Sjúkratryggingum Eins og mörgum er kunnugt gerðu Sjúkratryggingar athugasemdir við fyrirkomulag meðferðarstarfs SÁÁ í heimsfaraldri Covid-19 og töldu það ekki samræmast stífri túlkun á orðalagi samninga. Unnið er að lausn þess ágreinings og er þar horft til þess að gera nýja samninga sem endurspegli greiðslur fyrir þjónustuna hverju sinni. Stjórnendur SÁÁ áttu nýlega fund með forstjóra og starfsmönnum ýmissa deilda Sjúkratrygginga. Þar var farið yfir starfsemistölur ársins 2021, rýnt í gögn um þróun á þörf fyrir þjónustu SÁÁ og rætt um sameiginlega sýn á framtíð og samninga um heilbrigðisþjónustu til handa einstaklingum með fíknsjúkdóm. Niðurstaða fundarins var að stofna til sameiginlegs starfshóps með fulltrúum SÁÁ og Sjúkratrygginga til að vinna að markmiðum fyrir væntanlegan heildarsamning um þjónustu SÁÁ. Þess má geta að ágreiningurinn hefur engin áhrif haft á framlög Sjúkratrygginga til SÁÁ. Farsæl ákvörðun um spilakassana Rúmt ár er liðið frá því að SÁÁ ákvað að segja skilið við spilakassa Íslandsspila. Ljóst er að þessi ákvörðun var hárrétt og ekki aðeins af siðferðilegum ástæðum. SÁÁ varð með þessu af föstum tekjum af spilakössunum, en hefur fengið þær til baka og rúmlega það, jafnt við almenna fjáröflun sem með velvild og stuðningi almennings. Aldrei fleiri ráðgjafar að störfum Nú starfa 42 áfengis- og vímuefnaráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ – í göngudeildinni í Von, á Vogi og Vík. Hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í fyrra. Ráðgjafarnir skapa kjarnann í starfseminni og á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Frá fyrsta degi hafa áfengis- og vímuefnaráðgjafar verið í framlínu SÁÁ og áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur frá fyrstu tíð annast ráðgjafanámið. Það tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess verklegur. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfsfkraftur um allt land hjá heilbrigðisstofnunum og sveitarfélögum. Kennsla í áfengis- og vímuefnaráðgjöf hefur til þessa einungis verið á vegum SÁÁ og á kostnað samtakanna. Vonir standa til að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám i háskóla ef fjárveiting fæst til þess. Samskiptaráðgjafi til að auka öryggi allra SÁÁ hefur hafið undirbúning að stofnun óháðs vettvangs fyrir skjólstæðinga og starfsmenn sem þeir geta leitað til vegna atvika á borð við áreitni, einelti eða ofbeldi. Fyrirmynd þessarar lausnar er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, sem nýlega tók til starfa fyrir ÍSÍ. Til Samskiptaráðgjafans geta allir leitað vegna atvika eða misgjörða, án þess að þurfa að óttast afleiðingar af málaleituninni. Opið í Von og Vík í sumar Ekki þarf að koma til sumarlokana í Von, göngudeild SÁÁ, eða eftirmeðferðinni í Vík á Kjalarnesi. Fyrst og fremst er það að þakka öllum þeim vinum og velunnurum SÁÁ sem styðja samtökin fjárhagslega með einum eða öðrum hætti. Ekki síst gerði salan á Jólaálfinum um síðustu jól útslagið. Þessir fjármunir gera SÁÁ kleift að standa undir kostnaði við að halda starfseminni opinni allt árið þannig að ekki þurfi að verða rof í meðferðinni. Vart þarf að taka fram að sjúkrahúsið Vogur er ávallt opið alla daga ársins. Félagsstarfið er mikilvægur hluti af batanum Alkóhólistar verða ekkert minni félagsverur þó þeir segi skilið við vímugjafana. Þar kemur hið umfangsmikla félagsstarf SÁÁ til skjalanna og hefur reynst mörgum mikilvægur þáttur í bataferlinu. Um verslunarmannahelgina verður útihátíð SÁÁ haldin á nýjan leik eftir 10 ára hlé. Sæluvíman kallast hún og verður haldin að Skógum þar sem aðstaða er líklega sú glæsilegasta sem finnst hér á landi. Alltaf hægt að fá viðtal Þrátt fyrir tal um bið eftir meðferð hjá SÁÁ, þá er alltaf hægt að fá tíma án fyrirvara hjá ráðgjöfum í göngudeildinni í Von. Nýkomufólk fær forgang í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi og sama er að segja um ungmenni. Taka tvö hjá unga fólkinu Mikill hugur er í unga fólkinu sem tekur þátt í félagsstarfi SÁÁ. Nokkur þeirra eru byrjuð með hlaðvarp um edrúlífið sem heitir því viðeigandi nafni „Taka tvö.“ Þar ræða þau í léttum dúr um lífið fyrir og eftir meðferð, áskoranirnar og hvernig það er að vera ung manneskja laus úr viðjum vímunnar. Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum streymisveitum. Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista Í göngudeild SÁÁ starfa tveir sálfræðingar sem sinna börnum alkóhólista á aldrinum 8-18 ára. Alkóhólismi er sjúkdómur sem hefur áhrif á alla fjölskylduna og mætir sálfræðiþjónustan þörfum barna sem eiga foreldra með fíknsjúkdóm. Þjónustan er verulega niðurgreidd og greiðir félagsmálaráðuneytið laun eins sálfræðings auk þess sem Reykjavíkurborg styrkir þessa þjónustu. Stöðugleiki og vinnufriður eftir umrót síðustu missera Ró og festa er í allri starfsemi SÁÁ þrátt fyrir það sem á gekk í byrjun ársins með athugasemdum Sjúkratrygginga og afsögn formanns. Núverandi forysta SÁÁ starfar af mikilli eindrægni og hefur verið að hrinda af stað fjölbreyttum umbótaverkefnum auk þess að hefja vinnu við stefnumótun til framtíðar. Höfundur er formaður SÁÁ.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun