KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:05 Sigurvin Ólafsson mun færa sig um set í Bestu deildinni. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira