Fótbolti

Segir Lewandowski ekki vilja spila á Eng­landi vegna vætu­tíðar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Fararsnið er á pólska landsliðsframherjanum Robert Lewandowski. 
Fararsnið er á pólska landsliðsframherjanum Robert Lewandowski.  Vísir/Getty

Pólski landsliðsframherjinn Robert Lewandowski hefur ekki áhuga á að leika á enskri grundu þar sem það rignir of mikið á Bretlandseyjum ef marka má orð fyrrverandi umboðsmanns hans, Cezary Kucharski.

Lewandowski er að freista þess að koma sér úr herbúðum Bayern Müncen en er ekki á leið til Englands samkvæmt Kucharski. 

„Ég hef fengið veður af því að sú barnalega ástæða, að það rigni of mikið á Englandi, komi í veg fyrir að Robert hafi og muni einhvern tímann leikið þar í landi," sagði  Kucharski í samtali við Sport 1 í Þýskalandi. 

„Ég held hins vegar að raunveruleg ástæða þess að hann hafi ekki farið til Englands sé sú að Robert telji að hann geti ekki raðað jafn mörgum mörkum inn í ensku úrvalsdeildinni og hann hefur gert í þýsku efstu deildinni í gegnum tíðina," segir umboðsmaðurinn enn fremur. 

Talið er að draumur Lewandowski sé að spila fyrir Barcelona en Chelsea hefur einnig verið nefndur sem mögulegur næsti áfangastaður á ferli Pólverjans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×