Erlent

Grunnbúðir Everest færðar vegna hverfandi jökuls

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grunnbúðirnar eru staðsettar í 5.364 metra hæð en verða færðar neðar, af óstabílum jöklinum.
Grunnbúðirnar eru staðsettar í 5.364 metra hæð en verða færðar neðar, af óstabílum jöklinum. Getty/Frank Bienewald

Yfirvöld í Nepal hafa hafið undirbúning á tilfærslu grunnbúðanna við Everestfjall. Að sögn yfirvalda er það vegna þess að búðirnar eru orðnar hættulegar vegna áhrifa loftslagsbreytinga og ágangs manna á svæðinu.

Búðirnar eru staðsettar neðst á Khumbu-jökli, sem minnkar og þynnist með hverju árinu sem líður. Um 1.500 dvelja í búðunum á hverju vori, þegar fjallagarpar halda á fjallið. 

Nýjar grunnbúðir verða staðsettar neðar í fjallinu, ekki á jöklinum. Sérfræðingar sgeja að vegna þess hve mikið magn jökulsins bráðni á hverju ári sé staðsetning grunnbúðanna orðin óörugg. Göngumenn hafa á undanförnum misserum tilkynnt um sprungur, sem birst hafa í ísnum yfir nótt.

Grunnbúðirnar eru í dag staðsettar í 5.364 metra hæð uppi á Khumbujökli en verða færðar um 200 til 400 metrum neðar. Ákvörðun um tilfærsluna var tekin af sérstakri nefnd sem skipuð var af ríkisstjórn Nepals til þess að fylgjast með og passa upp á fjallamennsku á Everest-svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×