Heimir enn við stjórnvölin en enginn Ísak Snær: Mjög forvitnilegur leikur á Hlíðarenda í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 13:00 Breiðablik og Valur eigast við í kvöld. Búast má við að Gísli Eyjólfsson mundi skotfótinn oftar en einu sinni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik heimsækir Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir eru líkt og alþjóð veit með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Valsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Ísak Snær Þorvaldsson, verður ekki með Blikum í kvöld en hann tekur út leikbann. Eftir dágóða pásu vegna leikja íslenska A-landsliðsins í Þjóðadeildinni og svo U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM er Besta deild karla loks farin aftur af stað. Hún hófst með látum í gær þar sem við fengum níu mörk í tveimur leikjum. Reikna má með svipaðri veislu í kvöld en stórleikur umferðarinnar er á Hlíðarenda þar sem toppliðið – sem er enn með fullt hús stiga – mætir liðinu sem hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar á síðustu fimm árum. Þá er ekki langt síðan liðin mættust en þann 26. maí síðastliðinn unnu Blikar 6-2 stórsigur er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Tekst þeim að leika sama leik eða hefna Valsmenn fyrir ófarirnar? Breytingar hjá Blikum Það eru ákveðin skörð höggvin í lið Breiðabliks en Ísak Snær er sem fyrr í leikbanni þar sem hann hefur nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá stendur leikbann Omar Sowe en hann verður hvorki með Blikum í kvöld né gegn KA á mánudaginn kemur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari toppliðsins, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson séu orðnir leikfærir en þeir voru hvorugir með í síðasta leik Blika fyrir landsleikjahlé. Þá er Elfar Freyr Helgason orðinn leikfær en á móti kemur að Andri Rafn Yeoman er meiddur. Breiðablik missir því í raun út þrjá leikmenn en fær þrjá í staðinn. Maður kemur í manns stað og allt það en nú kemur loks í ljós hvernig liðið höndlar að vera án Ísaks Snæs. Í sama viðtali við Fótbolta.net staðfesti Óskar Hrafn að Ísak Snær hefði klárað æfingu liðsins í aðdraganda leiksins og „kenndi sér einskis meins,“ eftir að hafa komið af velli í leik með U-21 árs landsliðinu eftir að finna fyrir verk í brjósti. „var í frábærum höndum hjá landsliðinu og fór í allar þær rannsóknir sem þurfti. Þær komu vel út þannig það lítur allt mjög vel út,“ bætti Óskar Hrafn við. Óvænt valdir í landsliðið Undirbúningur Breiðabliks hefur ekki verið eins og best verður á kosinn en þrír leikmenn voru kallaðir inn í A-landsliðið vináttulandsleikinn umtalaða gegn San Marínó. Um var að ræða Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson. Fór orðrómur af stað að einum leikmanni liðsins hefði verið lofað byrjunarliðssæti í leiknum en sá virtist ekki á rökum reistur. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Jason Daði spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum á meðan Damir og Höskuldur komu inn af bekknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Aldrei lognmolla á Hlíðarenda Það hefur heldur betur gustað um Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, síðan landsleikjahléið hófst. Annað árið í röð fóru háværir orðrómar á kreik um að honum hefði verið sagt upp en alltaf stendur Heimir af sér storminn og er enn þjálfari Vals. Nafni hans - Heimir Hallgrímsson - var sagður vera á leið að taka við Valsliðinu en allt kom fyrir ekki. Heimir, sonur Hallgríms, neitaði í viðtali við Vísi og var svo mættur á bekkinn hjá ÍBV er liðið tapaði 3-0 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær, miðvikudag. Fyrir þau sem ekki vita er Heimir Hallgríms fyrrverandi þjálfari ÍBV og Eyja maður í húð og hár. Hvað varðar nafna hans á Hlíðarenda þá hlýtur að vera þreytt að lesa og heyra ítrekaðar sögusagnir um að starf hans sé í hættu. Eina leiðin til að þagga niður í slíkum orðrómum er að vinna fótboltaleiki og það getur Valur gert í kvöld. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður umferðin gerð upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Eftir dágóða pásu vegna leikja íslenska A-landsliðsins í Þjóðadeildinni og svo U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM er Besta deild karla loks farin aftur af stað. Hún hófst með látum í gær þar sem við fengum níu mörk í tveimur leikjum. Reikna má með svipaðri veislu í kvöld en stórleikur umferðarinnar er á Hlíðarenda þar sem toppliðið – sem er enn með fullt hús stiga – mætir liðinu sem hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar á síðustu fimm árum. Þá er ekki langt síðan liðin mættust en þann 26. maí síðastliðinn unnu Blikar 6-2 stórsigur er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Tekst þeim að leika sama leik eða hefna Valsmenn fyrir ófarirnar? Breytingar hjá Blikum Það eru ákveðin skörð höggvin í lið Breiðabliks en Ísak Snær er sem fyrr í leikbanni þar sem hann hefur nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá stendur leikbann Omar Sowe en hann verður hvorki með Blikum í kvöld né gegn KA á mánudaginn kemur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari toppliðsins, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson séu orðnir leikfærir en þeir voru hvorugir með í síðasta leik Blika fyrir landsleikjahlé. Þá er Elfar Freyr Helgason orðinn leikfær en á móti kemur að Andri Rafn Yeoman er meiddur. Breiðablik missir því í raun út þrjá leikmenn en fær þrjá í staðinn. Maður kemur í manns stað og allt það en nú kemur loks í ljós hvernig liðið höndlar að vera án Ísaks Snæs. Í sama viðtali við Fótbolta.net staðfesti Óskar Hrafn að Ísak Snær hefði klárað æfingu liðsins í aðdraganda leiksins og „kenndi sér einskis meins,“ eftir að hafa komið af velli í leik með U-21 árs landsliðinu eftir að finna fyrir verk í brjósti. „var í frábærum höndum hjá landsliðinu og fór í allar þær rannsóknir sem þurfti. Þær komu vel út þannig það lítur allt mjög vel út,“ bætti Óskar Hrafn við. Óvænt valdir í landsliðið Undirbúningur Breiðabliks hefur ekki verið eins og best verður á kosinn en þrír leikmenn voru kallaðir inn í A-landsliðið vináttulandsleikinn umtalaða gegn San Marínó. Um var að ræða Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson. Fór orðrómur af stað að einum leikmanni liðsins hefði verið lofað byrjunarliðssæti í leiknum en sá virtist ekki á rökum reistur. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Jason Daði spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum á meðan Damir og Höskuldur komu inn af bekknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Aldrei lognmolla á Hlíðarenda Það hefur heldur betur gustað um Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, síðan landsleikjahléið hófst. Annað árið í röð fóru háværir orðrómar á kreik um að honum hefði verið sagt upp en alltaf stendur Heimir af sér storminn og er enn þjálfari Vals. Nafni hans - Heimir Hallgrímsson - var sagður vera á leið að taka við Valsliðinu en allt kom fyrir ekki. Heimir, sonur Hallgríms, neitaði í viðtali við Vísi og var svo mættur á bekkinn hjá ÍBV er liðið tapaði 3-0 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær, miðvikudag. Fyrir þau sem ekki vita er Heimir Hallgríms fyrrverandi þjálfari ÍBV og Eyja maður í húð og hár. Hvað varðar nafna hans á Hlíðarenda þá hlýtur að vera þreytt að lesa og heyra ítrekaðar sögusagnir um að starf hans sé í hættu. Eina leiðin til að þagga niður í slíkum orðrómum er að vinna fótboltaleiki og það getur Valur gert í kvöld. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður umferðin gerð upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira