Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 23:29 Brasilískur alríkislögreglumaður leiðir áfram annan tveggja bræðra sem eru sagðir hafa játað að hafa myrt breskan blaðamann og brasilískan fræðimann í Amasonfrumskóginum. AP/Edmar Barros Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní. Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera. Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig. Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu. Brasilía Bretland Tengdar fréttir Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51 Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46 Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní. Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera. Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig. Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu.
Brasilía Bretland Tengdar fréttir Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51 Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46 Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51
Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46
Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15
„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44