„Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 18:08 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. Við atkvæðagreiðslu á þinginu í dag gáfu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar í skyn að hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga hefðu ráðið för við gerð rammaáætlunar. Ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að færa Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalöldur í Þjórsá úr verndarflokki í biðflokk. Stjórnarandstaðan gerði lokatilraun til að halda þessum virkjanakostum í verndarflokki rammaáætlunar í gær en sú tillaga var felld. „Það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, sagði innviðaráðherra hafa komið í veg fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum „sem gerir einmitt Landsvirkjun kleift að keyra áróður fyrir Kjalölduveitu í gegnum þingið.“ Andrés gaf þá í skyn að Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á tilfærslu Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. „Og það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga af því að það vill fá sína virkjun.“ „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn áætluninni. KS og náttúruperlur í verndarflokk Jóhann Páll Jóhannsson tók í sama streng við atkvæðagreiðsluna og sagði engin sannfærandi rök hafa verið færð fram fyrir tilfærslunni. „Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.“ Ræður Andrésar og Jóhanns má sjá í heild sinni á vef Alþingis. Alþingi Píratar Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Ásahreppur Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Við atkvæðagreiðslu á þinginu í dag gáfu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar í skyn að hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga hefðu ráðið för við gerð rammaáætlunar. Ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að færa Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalöldur í Þjórsá úr verndarflokki í biðflokk. Stjórnarandstaðan gerði lokatilraun til að halda þessum virkjanakostum í verndarflokki rammaáætlunar í gær en sú tillaga var felld. „Það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, sagði innviðaráðherra hafa komið í veg fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum „sem gerir einmitt Landsvirkjun kleift að keyra áróður fyrir Kjalölduveitu í gegnum þingið.“ Andrés gaf þá í skyn að Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á tilfærslu Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. „Og það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga af því að það vill fá sína virkjun.“ „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn áætluninni. KS og náttúruperlur í verndarflokk Jóhann Páll Jóhannsson tók í sama streng við atkvæðagreiðsluna og sagði engin sannfærandi rök hafa verið færð fram fyrir tilfærslunni. „Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.“ Ræður Andrésar og Jóhanns má sjá í heild sinni á vef Alþingis.
Alþingi Píratar Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Ásahreppur Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira