Innlent

Leggja til sex prósenta lækkun afla­marks þorsks

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár.
Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár. Vísir/Vilhelm

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn.

Hafrannsóknastofun kynnti ráðgjöf sína varðandi aflamark fyrir á þriðja tug stofna fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Um lækkun aflamarks þorsks segir að lækkunina nú megi rekja til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni í fyrra miðað við undanfarin ár og innbyggðrar sveiflujöfnunar í aflareglu.

„Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62 219 tonn sem er 23 % hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar frá 2019 og 2020.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8 % frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 71 300 tonn.“

Að neðan má sjá tillögur um hámarksafla fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eftir stofnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×