Fótbolti

„Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn í kvöld
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Bára

Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. 

„Ég er glaður. Þrjú stig á útivelli. Ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast aftur á strik og sigra. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig.“

ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru mest megnis að verjast. Það var því virkilega sterkt að Olga Sevcova hafi skorað undir lok fyrri hálfleiks. Þær mættu mun skipulagðari til leik í seinni hálfleik. 

„Í fyrri hálfleik spilaði Afturelding nákvæmari fótbolta heldur en ég hafði lagt upp með. Þær spiluðu langa bolta og það ýtti okkur aftur. Þær voru grófari þannig ég held að í fyrri hálfleik leystum við það ekki nógu vel en í seinni hálfleik breyttum við hlutunum og spiluðum hærra. Þær vildu vinna, auðvitað, þær eru á heimavelli en ég er mjög ánægður að hafa unnið.“

ÍBV mætir Stjörnunni í næstu umferð. Þær spiluðu nýverið við Stjörnuna sem endaði með þriggja marka tapi 4-1. Jonathan vill sjá stelpurnar spila betur þegar þær mæta þeim. 

„Allir vita að Stjarnan er með sterkt lið og þær eru með góða liðsheild. Þetta verður stór áskorun og við þurfum að spila betur heldur en við gerðum fyrir nokkrum dögum. Okkur hlakkar til að mæta þeim aftur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×