Innlent

Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru

Kjartan Kjartansson skrifar
Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi en þar hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi en þar hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm

Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg urðu ferðamennirnir innlyksa upp við klett í fjörunni á háflóði. Lögreglumenn og björgunarsveitarfólk hafi komið fljótt á staðinn og fylgist nú með ferðamönnunum úr tveimur áttum.

Fólkið er talið á öruggum stað og því var ákveðið að bíða eftir að fjari út með kvöldinu. Nú skömmu fyrir klukkan sjö fengust þær upplýsingar að fólkið gæti þurft að bíða í um klukkustund eftir að komast úr sjálfheldunni.

Banaslys varð í Reynisfjöru þegar erlendur ferðamaður á áttræðisaldri fórst þar á föstudag. Degi síðar lenti hópur erlendra ferðamanna í hremmingum í flæðamálinu í fjörunni.


Tengdar fréttir

Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru

Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt.

„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“

Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×