Segir skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2022 21:00 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar. sigurjón ólason Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda. Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“ Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ný verðlagskönnun ASÍ sýnir að matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6 prósent á síðustu sjö mánuðum. Hækkunin er samkvæmt ASÍ í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Matarkarfa ASÍ.ASÍ Allar átta verslanirnar sem könnunin nær til hækkuðu vöruverð. Mesta verðhækkunin er hjá Heimkaup en minnst hjá Krónunni. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir að félagið leiti ýmissa leiða til þess að þurfa ekki að hækka verð um of. Til dæmis með því að finna leiðir til að lækka innkaupakostnað. „Til dæmis með því að fara í eigin innflutning. Beinan innflutning erlendis frá og reyna þá að fækka þessu milliliðum sem eykur kostnað, fá þá hagkvæmari innkaup og koma því strax út í verðlagið,“ sagði Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Berjast á hæl og hnakka Þær vörur sem hækka mest í verði samkvæmt könnuninni eru mjólkurvörur, egg og ostur, en hækkunin er á bilinu 8-25 prósent. Hækkun á mjólkurvörum er afleiðing þess að verlagsnefnd búvara, fyrir tilstilli ríkisins, tilkynnti tvær hækkanir nýverið. „Annars vegar var það 1. desember, þá hækkuðu mjólkurvörur um sirka 3-4 prósent að meðaltali og svo núna 3. apríl þá hækkuðu þær um sirka 4-5 prósent að meðaltali og þetta eru hækkanir sem skila sér beint út til neytenda.“ Já hækkanir sem nefnd á vegum ríkisins boðar og að sögn Ástu eitthvað sem markaðurinn getur ekkert gert í. Þá er það kjötið sem er sá vöruflokkur hjá Krónunni sem hækkar mest. „Kjötið hækkar töluvert, hvers vegna er það? Við sjáum það helst í fuglakjötinu, kjúkling, kalkúni, eggjum og svínakjötinu og það er vegna hækkunar á fóðri. Alheimshækkun.“ Verðhækkanir á pakkningum, orku og flutningum vara til landsins hafa áhrif á hækkanir. „En við erum að berjast á hæl og hnakka alla daga við því að sporna gegn þessum verðhækkunum af því að við erum í raun síðasti hlekkurinn í aðfangakeðjunni og það er okkar hlutverk og við lítum á það sem okkar skyldu að reyna að sporna við þessum verðhækkunum sem á okkur dynja.“
Neytendur Matur Verslun Tengdar fréttir Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. 8. júní 2022 12:09