„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 14:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segist opin fyrir því að loka Reynisfjöru tímabundið, þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. vísir/vilhelm „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“ Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru á föstudaginn og var þar um að ræða fimmta banaslysið í fjörunni á síðustu sjö árum. „Vegna þessarar stöðu sem upp er komin og hefur verið í talsverðan tíma þá skipaði ég verkefnastjórn til að fara yfir allt landið. Ekki bara Reynisfjöru. Verkefnastjórnin skilaði mér í gær, vann mjög hratt og örugglega,“ sagði Lilja við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eitt af því sem við getum gert, við getum gripið til lokana, en tímabundið. Það er enginn að tala um að loka Reynisfjöru. Aðeins þegar sjávarföllin eru með þeim hætti að þau reynast lífshættuleg. En þetta gerum við að sjálfsögðu við í samvinnu við landeigendur og ferðaþjónustuna. Í næstu viku mun ég funda með þeim þar sem við förum yfir ýmsar leiðir. Sumir hafa nefnt að auka alla gæslu á svæðinu. Ég er líka opin fyrir því. Meginmarkmiðið er að hafa þetta opið, en við getum ekki haft þetta opið þannig að mannslífum sé stefnt í voða,“ segir Lilja. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilara að neðan. Lilja segir að við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur. „Þessi vinna sem verkefnahópurinn kláraði er mjög góð og skýr. Og nú óska ég eftir góðu samvinnu og samstarfi við þá sem eru á þessu svæði.“
Reynisfjara Slysavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira